Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - FH 2 -1 | KR-ingar afgreiddu FH Jóhann Óli Eiðsson á Alvogen-vellinum skrifar 5. júlí 2015 00:01 Jacob Schoop leikur með boltann. vísir/andri marinó Himnarnir grétu þegar KR-tók á móti FH á Alvogen vellinum í kvöld. Leikurinn var partur af 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og bjuggust áhorfendur við hörkuleik enda tvö efstu lið Pepsi-deildar karla að mætast. Fyrsta mínúta leiksins var litlaus en síðan ekki söguna meir. Eftir það skiptust liðin á um að sækja og virtust allan tíman líkleg til að skora mörk. Grétar Sigfinnur Sigurðsson virtist líklegur til að gefa mark á upphafmínútum en slapp ítrekað með skrekkinn. Fyrsta mark leiksins kom eftir einfalt þríhyrningaspil milli Óskars Arnar og Gary Martin en skyndilega fann sá fyrrnefndi sig aleinan á auðum sjó og lagði boltann í markið framhjá Róberti. Gestirnir voru ekki lengi að jafna leikinn á ný. Aðeins tveimur mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Jeremy Serwy tók. Spyrnan var fullkomin fyrir Kassim Doumbia sem stökk hæð sína í loft upp og hamraði boltann í netið með enninu á sér. Ótrúlegt hvernig hann nær því að skalla boltann fastar en flestir menn geta skotið. Liðin héldu áfram að sækja þar til flautað var til hálfleiks. Gunnar Þór Gunnarsson átti til að mynda skot í markrammann og Bjarni Þór Viðarsson fékk ágætt færi eftir skyndisókn FH. Leikurinn var þó ögn rólegri og niðurstaðan var að hvorugt liðið bætti við marki áður en Garðar Örn Hinriksson sendi liðin til búningsherbergja. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega en eftir korters leik kom Gary Martin KR yfir. FH-ingar fengu hornspyrnu og voru í tvígang nálægt því að skora eftir hana. Jónas Guðni Sævarsson bjargaði meðal annars á marklínu eftir að Kassim Doumbia skaut að marki. Strax í kjölfar hornsins geystust KR-ingar upp völlinn og skyndilega var Gary á harðaspretti á eftir boltanum. Hann náði skoti úr þröngu færi og það lak fram hjá Róberti og í markið. Róbert er ábyggilega svekktur með að hafa ekki gert betur. Topplið deildarinnar gerði ótrúlega lítið það sem eftir lifði leiks til að jafna hann. Það virtist vanta einhvern ákafa og greddu í að klára dæmið. Liðið fékk eitt dauðafæri og fáein hálffæri en náði ekki að nýta þau. FH er að vísu alltaf líklegt en samt sem áður hafði maður það á tilfinningunni að KR væri alltaf að fara að sigla sigrinum í örugga höfn. Í raun voru þeir nær því að bæta við heldur en FH að jafna. Þegar sóknir FH runnu út í sandinn voru þeir fljótir að snúa vörn í sókn og fengu dauðafæri sem hefðu getað gert út um leikinn. Það besta fékk Jacob Schoop sem fór illa með frábært færi á síðustu mínútu leiksins. Niðurstaðan er því sú að KR verður í pottinum á þriðjudag þegar dregið verður í undanúrslitunum en þar má einnig finna ÍBV og Val. Það ræðst á morgun hvort það verður 1. deildar lið KA eða Fjölnir sem verður síðasta kúlan. Leikurinn í kvöld var nokkuð jafn og munurinn á liðunum sá að KR-ingar nýttu færin sín betur. Það verður að vísu ekki tekið af KR-ingum að þeir sköpuðu sér örlítið fleiri færi en jafntefli hefðu alls ekki verið ósanngjörn úrslit. Gary Martin virðist vera kominn nokkuð vel til baka eftir meiðslin sem hann varð fyrir í upphafi tímabilsins. Hann lagði upp eitt og skoraði annað. Það sást þó að hann var örlítið að hlífa sér og var nokkuð ragur við að fara í návígi. Aðrir sem hægt er að taka út fyrir sviga fyrir góðan leik í KR-liðinu eru Stefán Logi í markinu og Óskar Örn Hauksson. Á hinn bóginn má nefna að Jacob Schoop náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í dag sem og Grétar Sigfinnur Sigurðsson. Framan af var Grétar ekki í neinum takti við leikinn og var oft bjargað af liðsfélögum sínum. Sendingarnar hans voru líka ekki til útflutnings. Eftir því sem leið á leikinn fann hann þó taktinn og var kominn í sæmilegan gír undir lok hans. Hjá FH voru það helst Atli Guðnason og Jeremy Serwy sem voru líflegir. Á miðjunni áttu bræðurnir Davíð Þór og Bjarni Þór sennilega einn sinn versta dag í langan tíma en þeir voru næsta ósýnilegir og hægri bakvörðurinn Brynjar Ásgeir átti á köflum í basli með Óskar. Næstu leikir liðanna eru síðari leikirnir í Evrópukeppnum í næstu viku. Það er vonandi að bæði lið nái að fylgja eftir góðum úrslitum á erlendri grund og klára dæmið.Bjarni: Viljum ekki spila golf og halda upp á afmæli „Þetta er gaman. Við viljum berjast um titla í deild og bikar og þá þarftu að vinna þessa leiki,“ sagði spariklæddur Bjarni Guðjónsson í lok leiksins. „Mér fannst við betra liðið en ég tek ekkert af FH-ingum. Það er alltaf erfitt að spila við þá. Þeir eru erfitt og gott fótboltalið og hættulegir þegar þeir sækja hratt.“ Gary Martin er að snúa aftur eftir meiðsli og átti stórgóðan leik í dag, skoraði eitt mark og lagði upp annað. „Gary stendur sig yfirleitt vel og gerði það áður en hann meiddist þó hann hafi ekki skorað jafn mikið og hann sjálfur vill. En ég er mjög ánægður með hann og það er fullt af mörkum eftir í honum.“ Samkeppnin í framlínu KR harðnar þegar leikmannaglugginn opnar á nýjan leik því Hólmbert Aron Friðjónsson er að snúa aftur heim úr atvinnumennsku og mun ganga til liðs við KR „Samkeppni er eitthvað sem góð lið verða að hafa. Hópurinn hjá okkur er ekki breiður en hann er þéttur og það er mikil samkeppni um þær stöður sem eru í boði. Það eru allir á tánum og reyna að vera í liðinu.“ Leikjaálagið á KR hefur verið mikið á undanförnum vikum og verður enn meira á komandi vikum. Framundan er leikur í Evrópukeppni og vinnist hann gæti það farið svo að KR gæti leikið níu leiki í júlímánuði. „Svona viljum við hafa þetta,“ segir Bjarni brosandi. „Yfir sumarið viljum við spila fótbolta en ekki golf eða fagna afmælum. Þetta er skemmtilegasti tíminn fyrir knattspyrnu. Við verðum bara að stýra æfingaálaginu vel inn á milli.“ Athygli vakti þegar Bjarni skipti Þorsteini Má Ragnarssyni inn að framherjinn dreifði út miðum þegar hann hljóp inn á völlinn. Aðferð sem hefur sést nokkuð hjá Portúgalanum José Mourinho. „Við breyttum leikkerfinu í 3-5-2 og í stað þess að kalla helling af hlutum inn á völlinn komum við þessu til skila með miðum. Það skilar sér hraðar.“Heimir: Finnland hafði ekki áhrif „Þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var en datt þeirra megin,“ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. „Munurinn lá í færanýtingunni. Við fengum helling af færum en þeir fengu líka flotta sénsa. Okkur gekk illa framan af að halda boltanum innan liðsins en gerðum það vel í seinni hálfleik. Verður að segjast að það er svekkjandi að detta út.“ FH átti leik úti í Finnlandi síðasta fimmtudag þaðan sem liðið kom með þrjú stig heim. Heimir vill ekki meina að sá leikur hafi setið í sínu liði. „Ferðalagið var auðvelt og leikurinn hafði ekki mikil áhrif á strákana. Það eru bara vonbrigði að komast ekki áfram og erfitt að segja til um það svona strax í lok leiks hví FH gengur ekki nógu vel í bikarnum.“Óskar Örn: Borðum hollt og hvílum okkur „Þetta var flottur leikur en ég held að úrslitin hafi verið nokkur sanngjörn,“ sagði markaskorarinn Óskar Örn Hauksson meðan hann dreypti á einhverjum kokteil til að fríska sig upp að leik loknum. KR-ingar hafa undanfarin ár verið mikið bikarlið og á því hefur ekki orðið breyting í ár. „Lið geta grísað í bikarnum en við höfum yfirleitt farið erfiða leið í gegnum þetta og erum að því aftur í ár. Ég held þetta sé bara merki um að við séum með og höfum verið með gott lið.“ Framundan er mikil og þétt leikjatörn hjá KR-ingum en hún leggst vel í Óskar. „Við reynum að borða hollt og hvíla okkur milli leikja. Hingað til hefur það gengið vel en við erum svo sem ný byrjaðir á þessum pakka. En þetta er það sem við viljum gera, spila leiki á fullu og taka léttar æfingar þess á milli þannig ég kvarta ekki.“ Miðjan, stuðningslið KR, var fjölmenn og hávær í dag og hreinlega kafsigldi meðlimi FH Mafíunnar sem mættu á völlinn. „Þetta var frábært. Stúkan var geggjuð. Það heyrðist vel í þeim í dag og gefur okkur mjög mikinn auka kraft þegar stuðningurinn er svona.“vísir/andri marinóvísir/andri marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
Himnarnir grétu þegar KR-tók á móti FH á Alvogen vellinum í kvöld. Leikurinn var partur af 8-liða úrslitum Borgunarbikars karla og bjuggust áhorfendur við hörkuleik enda tvö efstu lið Pepsi-deildar karla að mætast. Fyrsta mínúta leiksins var litlaus en síðan ekki söguna meir. Eftir það skiptust liðin á um að sækja og virtust allan tíman líkleg til að skora mörk. Grétar Sigfinnur Sigurðsson virtist líklegur til að gefa mark á upphafmínútum en slapp ítrekað með skrekkinn. Fyrsta mark leiksins kom eftir einfalt þríhyrningaspil milli Óskars Arnar og Gary Martin en skyndilega fann sá fyrrnefndi sig aleinan á auðum sjó og lagði boltann í markið framhjá Róberti. Gestirnir voru ekki lengi að jafna leikinn á ný. Aðeins tveimur mínútum síðar fengu þeir hornspyrnu sem Jeremy Serwy tók. Spyrnan var fullkomin fyrir Kassim Doumbia sem stökk hæð sína í loft upp og hamraði boltann í netið með enninu á sér. Ótrúlegt hvernig hann nær því að skalla boltann fastar en flestir menn geta skotið. Liðin héldu áfram að sækja þar til flautað var til hálfleiks. Gunnar Þór Gunnarsson átti til að mynda skot í markrammann og Bjarni Þór Viðarsson fékk ágætt færi eftir skyndisókn FH. Leikurinn var þó ögn rólegri og niðurstaðan var að hvorugt liðið bætti við marki áður en Garðar Örn Hinriksson sendi liðin til búningsherbergja. Seinni hálfleikurinn byrjaði rólega en eftir korters leik kom Gary Martin KR yfir. FH-ingar fengu hornspyrnu og voru í tvígang nálægt því að skora eftir hana. Jónas Guðni Sævarsson bjargaði meðal annars á marklínu eftir að Kassim Doumbia skaut að marki. Strax í kjölfar hornsins geystust KR-ingar upp völlinn og skyndilega var Gary á harðaspretti á eftir boltanum. Hann náði skoti úr þröngu færi og það lak fram hjá Róberti og í markið. Róbert er ábyggilega svekktur með að hafa ekki gert betur. Topplið deildarinnar gerði ótrúlega lítið það sem eftir lifði leiks til að jafna hann. Það virtist vanta einhvern ákafa og greddu í að klára dæmið. Liðið fékk eitt dauðafæri og fáein hálffæri en náði ekki að nýta þau. FH er að vísu alltaf líklegt en samt sem áður hafði maður það á tilfinningunni að KR væri alltaf að fara að sigla sigrinum í örugga höfn. Í raun voru þeir nær því að bæta við heldur en FH að jafna. Þegar sóknir FH runnu út í sandinn voru þeir fljótir að snúa vörn í sókn og fengu dauðafæri sem hefðu getað gert út um leikinn. Það besta fékk Jacob Schoop sem fór illa með frábært færi á síðustu mínútu leiksins. Niðurstaðan er því sú að KR verður í pottinum á þriðjudag þegar dregið verður í undanúrslitunum en þar má einnig finna ÍBV og Val. Það ræðst á morgun hvort það verður 1. deildar lið KA eða Fjölnir sem verður síðasta kúlan. Leikurinn í kvöld var nokkuð jafn og munurinn á liðunum sá að KR-ingar nýttu færin sín betur. Það verður að vísu ekki tekið af KR-ingum að þeir sköpuðu sér örlítið fleiri færi en jafntefli hefðu alls ekki verið ósanngjörn úrslit. Gary Martin virðist vera kominn nokkuð vel til baka eftir meiðslin sem hann varð fyrir í upphafi tímabilsins. Hann lagði upp eitt og skoraði annað. Það sást þó að hann var örlítið að hlífa sér og var nokkuð ragur við að fara í návígi. Aðrir sem hægt er að taka út fyrir sviga fyrir góðan leik í KR-liðinu eru Stefán Logi í markinu og Óskar Örn Hauksson. Á hinn bóginn má nefna að Jacob Schoop náði ekki að sýna sínar bestu hliðar í dag sem og Grétar Sigfinnur Sigurðsson. Framan af var Grétar ekki í neinum takti við leikinn og var oft bjargað af liðsfélögum sínum. Sendingarnar hans voru líka ekki til útflutnings. Eftir því sem leið á leikinn fann hann þó taktinn og var kominn í sæmilegan gír undir lok hans. Hjá FH voru það helst Atli Guðnason og Jeremy Serwy sem voru líflegir. Á miðjunni áttu bræðurnir Davíð Þór og Bjarni Þór sennilega einn sinn versta dag í langan tíma en þeir voru næsta ósýnilegir og hægri bakvörðurinn Brynjar Ásgeir átti á köflum í basli með Óskar. Næstu leikir liðanna eru síðari leikirnir í Evrópukeppnum í næstu viku. Það er vonandi að bæði lið nái að fylgja eftir góðum úrslitum á erlendri grund og klára dæmið.Bjarni: Viljum ekki spila golf og halda upp á afmæli „Þetta er gaman. Við viljum berjast um titla í deild og bikar og þá þarftu að vinna þessa leiki,“ sagði spariklæddur Bjarni Guðjónsson í lok leiksins. „Mér fannst við betra liðið en ég tek ekkert af FH-ingum. Það er alltaf erfitt að spila við þá. Þeir eru erfitt og gott fótboltalið og hættulegir þegar þeir sækja hratt.“ Gary Martin er að snúa aftur eftir meiðsli og átti stórgóðan leik í dag, skoraði eitt mark og lagði upp annað. „Gary stendur sig yfirleitt vel og gerði það áður en hann meiddist þó hann hafi ekki skorað jafn mikið og hann sjálfur vill. En ég er mjög ánægður með hann og það er fullt af mörkum eftir í honum.“ Samkeppnin í framlínu KR harðnar þegar leikmannaglugginn opnar á nýjan leik því Hólmbert Aron Friðjónsson er að snúa aftur heim úr atvinnumennsku og mun ganga til liðs við KR „Samkeppni er eitthvað sem góð lið verða að hafa. Hópurinn hjá okkur er ekki breiður en hann er þéttur og það er mikil samkeppni um þær stöður sem eru í boði. Það eru allir á tánum og reyna að vera í liðinu.“ Leikjaálagið á KR hefur verið mikið á undanförnum vikum og verður enn meira á komandi vikum. Framundan er leikur í Evrópukeppni og vinnist hann gæti það farið svo að KR gæti leikið níu leiki í júlímánuði. „Svona viljum við hafa þetta,“ segir Bjarni brosandi. „Yfir sumarið viljum við spila fótbolta en ekki golf eða fagna afmælum. Þetta er skemmtilegasti tíminn fyrir knattspyrnu. Við verðum bara að stýra æfingaálaginu vel inn á milli.“ Athygli vakti þegar Bjarni skipti Þorsteini Má Ragnarssyni inn að framherjinn dreifði út miðum þegar hann hljóp inn á völlinn. Aðferð sem hefur sést nokkuð hjá Portúgalanum José Mourinho. „Við breyttum leikkerfinu í 3-5-2 og í stað þess að kalla helling af hlutum inn á völlinn komum við þessu til skila með miðum. Það skilar sér hraðar.“Heimir: Finnland hafði ekki áhrif „Þetta hefði getað dottið hvorum megin sem var en datt þeirra megin,“ sagði Heimir Guðjónsson eftir leik. „Munurinn lá í færanýtingunni. Við fengum helling af færum en þeir fengu líka flotta sénsa. Okkur gekk illa framan af að halda boltanum innan liðsins en gerðum það vel í seinni hálfleik. Verður að segjast að það er svekkjandi að detta út.“ FH átti leik úti í Finnlandi síðasta fimmtudag þaðan sem liðið kom með þrjú stig heim. Heimir vill ekki meina að sá leikur hafi setið í sínu liði. „Ferðalagið var auðvelt og leikurinn hafði ekki mikil áhrif á strákana. Það eru bara vonbrigði að komast ekki áfram og erfitt að segja til um það svona strax í lok leiks hví FH gengur ekki nógu vel í bikarnum.“Óskar Örn: Borðum hollt og hvílum okkur „Þetta var flottur leikur en ég held að úrslitin hafi verið nokkur sanngjörn,“ sagði markaskorarinn Óskar Örn Hauksson meðan hann dreypti á einhverjum kokteil til að fríska sig upp að leik loknum. KR-ingar hafa undanfarin ár verið mikið bikarlið og á því hefur ekki orðið breyting í ár. „Lið geta grísað í bikarnum en við höfum yfirleitt farið erfiða leið í gegnum þetta og erum að því aftur í ár. Ég held þetta sé bara merki um að við séum með og höfum verið með gott lið.“ Framundan er mikil og þétt leikjatörn hjá KR-ingum en hún leggst vel í Óskar. „Við reynum að borða hollt og hvíla okkur milli leikja. Hingað til hefur það gengið vel en við erum svo sem ný byrjaðir á þessum pakka. En þetta er það sem við viljum gera, spila leiki á fullu og taka léttar æfingar þess á milli þannig ég kvarta ekki.“ Miðjan, stuðningslið KR, var fjölmenn og hávær í dag og hreinlega kafsigldi meðlimi FH Mafíunnar sem mættu á völlinn. „Þetta var frábært. Stúkan var geggjuð. Það heyrðist vel í þeim í dag og gefur okkur mjög mikinn auka kraft þegar stuðningurinn er svona.“vísir/andri marinóvísir/andri marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira