Sigruðu á tahítískri kvikmyndahátíð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. mars 2015 08:30 Elmar og Birnir áttu ekki von á því að sigra á hátíðinni. vísir/vilhelm „Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson en stuttmynd þeirra, Heimanám, bar sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí sem fram fór um helgina. Myndin sigraði í flokki fyrstu mynda á hátíðinni Courts des Îles en yfir tvö þúsund myndir tóku þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd Birnis og Elmars náði í gegnum niðurskurðarferlið og endaði á því að verða hlutskörpust. Ein kvikmyndin sem laut í lægra haldi fyrir þeim hafði áður verið sýnd á Cannes og verið tilnefnd til BAFTA New Talents-verðlauna. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu okkur um að senda út stutta þakkarræðu sem við gerðum,“ segir Birnir. „Hún var öll á voða bjagaðri ensku og hálfgert grín af okkar hálfu því við áttum engan veginn von á þessu.“ „Við sóttum um að vera í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ,“ segir Elmar en hann var nokkuð nálægt því að skila umsókninni of seint. Það slapp þó fyrir horn og myndina unnu þeir í sumar. Líkt og áður segir heitir myndin Heimanám og fjallar um dreng sem hefur í hyggju að vinna heima. Það plan fer þó út í veður og vind sökum þess hve ótrúlega frjótt ímyndunarafl hann hefur. Elmar leikur aðalhlutverkið og Kristín Ólafsdóttir leikur lítið hlutverk. Myndataka, handritsgerð og leikstjórn var í höndum Birnis en klippinguna unnu þeir saman.Birnir við gerð myndarinnar.mynd/birnir jón sigurðsson„Við gerðum þetta tveir saman með eina myndavél og Volkswagen Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir við að í myndinni sé atriði þar sem Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég yfir honum með myndavélina í annarri og garðkönnu í hinni.“ Myndin var að stærstum hluta tekin upp á þremur dögum heima hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjölfarið fór af stað vinna við að koma hljóði myndarinnar í toppstand. „Hljóðið hefur stundum verið ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda svo við lögðum talsverða vinnu í að taka það upp eftir á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“ svarar Birnir. „Meðan myndin var tekin upp var HM í fótbolta í gangi og faðir Kristínar var að fylgjast með í næsta herbergi. Hljóðið af setti var algerlega ónothæft.“ Aðspurðir um framhaldið segjast þeir ekki vera vissir um hvað taki við. Upplýsingarnar frá hátíðinni hafi allar verið á frönsku en í því hafi meðal annars verið minnst á Cannes. „Við höldum að við séum komnir inn í forvalið þar en það skýrist betur síðar,“ segja þeir að lokum. Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira
„Þetta kom okkur mjög á óvart,“ segja Birnir Jón Sigurðsson og Elmar Þórarinsson en stuttmynd þeirra, Heimanám, bar sigur úr býtum á alþjóðlegri kvikmyndahátíð á Tahítí sem fram fór um helgina. Myndin sigraði í flokki fyrstu mynda á hátíðinni Courts des Îles en yfir tvö þúsund myndir tóku þátt í forvali fyrir hátíðina. Mynd Birnis og Elmars náði í gegnum niðurskurðarferlið og endaði á því að verða hlutskörpust. Ein kvikmyndin sem laut í lægra haldi fyrir þeim hafði áður verið sýnd á Cannes og verið tilnefnd til BAFTA New Talents-verðlauna. „Aðstandendur hátíðarinnar báðu okkur um að senda út stutta þakkarræðu sem við gerðum,“ segir Birnir. „Hún var öll á voða bjagaðri ensku og hálfgert grín af okkar hálfu því við áttum engan veginn von á þessu.“ „Við sóttum um að vera í skapandi sumarstörfum hjá Kópavogsbæ,“ segir Elmar en hann var nokkuð nálægt því að skila umsókninni of seint. Það slapp þó fyrir horn og myndina unnu þeir í sumar. Líkt og áður segir heitir myndin Heimanám og fjallar um dreng sem hefur í hyggju að vinna heima. Það plan fer þó út í veður og vind sökum þess hve ótrúlega frjótt ímyndunarafl hann hefur. Elmar leikur aðalhlutverkið og Kristín Ólafsdóttir leikur lítið hlutverk. Myndataka, handritsgerð og leikstjórn var í höndum Birnis en klippinguna unnu þeir saman.Birnir við gerð myndarinnar.mynd/birnir jón sigurðsson„Við gerðum þetta tveir saman með eina myndavél og Volkswagen Golf,“ segir Elmar og Birnir bætir við að í myndinni sé atriði þar sem Elmar sé í sjávarháska. „Þá stóð ég yfir honum með myndavélina í annarri og garðkönnu í hinni.“ Myndin var að stærstum hluta tekin upp á þremur dögum heima hjá aukaleikkonunni Kristínu. Í kjölfarið fór af stað vinna við að koma hljóði myndarinnar í toppstand. „Hljóðið hefur stundum verið ákveðinn Akkilesarhæll íslenskra kvikmynda svo við lögðum talsverða vinnu í að taka það upp eftir á,“ segir Elmar. „Það er rétt,“ svarar Birnir. „Meðan myndin var tekin upp var HM í fótbolta í gangi og faðir Kristínar var að fylgjast með í næsta herbergi. Hljóðið af setti var algerlega ónothæft.“ Aðspurðir um framhaldið segjast þeir ekki vera vissir um hvað taki við. Upplýsingarnar frá hátíðinni hafi allar verið á frönsku en í því hafi meðal annars verið minnst á Cannes. „Við höldum að við séum komnir inn í forvalið þar en það skýrist betur síðar,“ segja þeir að lokum.
Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Sjá meira