Mustang kóngur kraftabílanna Finnur Thorlacius skrifar 9. apríl 2015 13:31 Ford Mustang. Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Amerísku kraftakögglarnir Ford Mustang, Chevrolet Camaro og Dodge Challenger hafa lengi barist um hylli kaupenda. Oftast hefur Ford Mustang haft yfirhöndina á hina tvo í sölu, en þó bar svo við þegar síðasta kynslóð Camaro kom á markað fyrir um 5 árum að bíllinn seldist betur en Mustang. Staðan í dag er hinsvegar sú að Ford Mustang nær hátt í samanlagða sölu Camaro og Challenger. Ford Mustang hefur selst í 29.811 eintökum á fyrstu þremur mánuðum ársins og salan vaxið um 52% frá fyrra ári. Af Camaro hafa selst 17.320 eintök og af Challenger 15.957. Sala Camaro í ár hefur minnkað um 31% og sala Challenger hefur reyndar aukist um 25%. Það sem skýrir helst góða sölu Mustang er að bíllinn er nú af nýrri kynslóð og hann hefur fengið afar góða umsögn þeirra sem prófað hafa. Stutt er í næstu kynslóð Chevrolet Camaro og þá gæti leikurinn aftur breyst.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent