„Strax frá fyrsta þætti tóku áhorfendur vel í heiminn sem Simon Donald skapaði en þar takast mennirnir og náttúran á með skelfilegum afleiðingum,“ segir Kent Rees hjá Pivot. Þættirnir hafa verið sýndir á sjónvarpsstöðvum um allan heim og eru vinsælustu þættir söluaðilans, Sky Vision, frá upphafi.
Meðal leikara í fyrstu þáttaröðinni má nefna Stanley Tucci, Michael Gambon, Sofie Grabo, Richard Domer og Christopher Eccleson.
Íslendingurinn Ben Frost sá um að semja tónlist fyrir fyrstu þáttaröðina.