Lífið

Sóldögg, Maus og Land og synir mæta á Þjóðhátíð

Guðrún Ansnes skrifar
Hreimur segist alltaf til í að henda í nýtt Þjóðhátíðarlag, en segist býsna ánægður með að Sálin hans Jóns míns sjái um það í ár.
Hreimur segist alltaf til í að henda í nýtt Þjóðhátíðarlag, en segist býsna ánægður með að Sálin hans Jóns míns sjái um það í ár. Vísir/Pjetur
Land og synir, Sóldögg og Maus hafa boðað komu sína á Þjóðhátíð í sumar og er óhætt að titla sem rúsínurnar í pylsuendanum. Hæglega verður hægt að tala um sannkallaða aldamótaveislu í dalnum í ár og þar af leiðandi gríðarlega stemningu. Fréttablaðið heyrði í Hreimi Erni Heimissyni, söngvara hljómsveitarinnar Lands og sona, sem var ein sú vinsælasta á landinu frá árinu 1997 til 2008.“

„Við erum ofboðslega spenntir, Eyjamenn eiga náttúrulega heilmikið í okkur enda höfum við spilað margsinnis á Þjóðhátíð. Við hlökkum mikið til að stíga aftur á sviðið í Herjólfsdal,“ segir Hreimur. „Ætlum að setja háan standard, leggja mikið í þetta og gera flott „show“,“ segir Hreimur og útilokar ekki að með þeim slæðist á svið leynigestur.

Hreimur þvertekur fyrir að endurkoma sveitarinnar sé upphaf að frekara framhaldi hjá sveitinni ástsælu. „Þetta er aðeins eitt kvöld, en ég þykist viss um að við munum koma aftur saman árið 2017, en þá fögnum við tuttugu ára afmæli,“ upplýsir hann glaður í bragði. 

Segist Hreimur ekki smeykur við að bjóða unga fólkinu í dalnum upp á smelli á borð við Vöðvastæltur eða Ástarfár, þar sem lögin virðast lifa góðu lífi og ferðast milli kynslóða. „Leikskólabörn kunna Lífið er yndislegt, svo ég er ekki stressaður,“ segir hann að lokum og viðurkennir að hann finni örlítið til sín þegar unga fólkið tekur hástöfum undir.

Forsala miða er hafin inn á dalurinn.is.


Tengdar fréttir

AmabAdamA og FM Belfast spila í Eyjum

Fyrstu hljómsveitirnar sem staðfest er að spili á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Flestir meðlimir munu sjá sína fyrstu Þjóðhátíð nú.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×