Lífið

Adele hætti að reykja því hún óttaðist um líf sitt

Birgir Olgeirsson skrifar
Breska söngkonan Adele.
Breska söngkonan Adele. Vísir/Getty
Breska söngkonan Adele segist hafa hætt reykingum því hún óttaðist um líf sitt. Þetta sagði hún í viðtali við breska dagblaðið The Daily Mirror

Adele segist hafa reykt um 25 sígarettur á dag og það hefði haft í för með sér að hún missti röddina og þurfti að hætta við tónleika árið 2011. Eftir að hafa gengist undir aðgerð á hálsi sögðu læknar henni að ferill hennar yrði skammlífur ef hún myndi ekki hætta reykingum.

„Hefði ég verið dauðvona vegna lungnakrabbameins, hefði það líkast til verið sjálfri mér að kenna, og ekki eitthvað til að vera stolt af,“  segir Adele í viðtalinu.

Hún sagði einnig nýverið í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone að hún hugi betur að heilsunni í dag  til að geta verið til staðar fyrir þriggja ára son hennar Angelo James. Í því hefði falist að hætta að reykja. „Ég elskaði að reykja, en það er ekki töff ef maður er dauðvona vegna reykinga og barnið manns eyðilagt vegna þess.“


Tengdar fréttir

Ótrúleg breyting á Adele í gegnum árin - Myndir

Söngkonan Adele hefur slegið rækilega í gegn um allan heim undanfarin ár og má svo sannarlega slá því föstu að hún er einn allra vinsælasti listamaðurinn í heiminum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×