Lífið

Ekki kemur til greina að ógilda miðasöluna

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Framkvæmdastjóri Senu segir það ekki koma til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber.
Framkvæmdastjóri Senu segir það ekki koma til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber. Vísir/Getty
Ekki kemur til greina að ógilda miðasöluna á tónleika Justin Bieber á næsta ári samkvæmt Ísleifi Þórhallssyni, framkvæmdastjóra Senu, sem stendur að baki tónleikunum.

Fyrirkomulag miðasölunnar hefur verið harðlega gagnrýnt af þeim sem ekki náðu í miða en svo virðist sem að ekki hafi væri hægt að tryggja að þeir sem fengið hefðu lægra númer í miðasöluröðinni gætu keypt miða á tónleikana á undan þeim sem fengu hærri númer vegna þess hversu hratt var hleypt inn.

Hafa ósáttir aðdáendur kallað eftir því, bæði í athugasemdum við fréttir Vísis og á samfélagsmiðlum að miðasalan verði hreinlega ógild en í samtali við fréttastofu þvertók Ísleifur Þórhallsson fyrir það og sagði slíkt ekki koma til greina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.