Dauði hugrakka selkópsins Viktoría Hermannsdóttir skrifar 5. ágúst 2015 07:00 Selkópur sleppur á ævintýralegan hátt úr selalauginni í Húsdýragarðinum. Í skjóli nætur flýr hann úr lauginni, kannski vegna þess að hann veit að innan örfárra daga eru dagar hans taldir. Litli selkópurinn tekur því til sinna eigin ráða og ákveður að stinga af. Hann finnur lítið gat á lauginni, kemst út um það, hoppar í átt að grindverki dýragarðsins þar sem hann finnur aðra litla smugu til að komast út. Hann er kominn út í frelsið! Áfram hoppar hann þar til hann finnur lítinn læk. Þar rennur hann ljúflega niður lækinn, frelsinu feginn enda hefur hann aldrei séð síka fegurð áður. Þegar lækinn þrýtur hoppar hann í átt að tjöldum við tjaldstæði. Hann er kominn út í heiminn, úr pínulitlu selalauginni og er að kynnast heiminum. Þetta hljómar eins og fyrri hluti hugljúfrar Disney-myndar. En þetta er sönn saga selkóps úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Saga sem hreyfði við landsmönnum. Saga sem verður vafalaust sögð aftur og aftur. Sagan af hugrakka selkópnum sem vildi kanna heiminn. Kópurinn litli, sem heitir ekki neitt því yfirleitt fá kópar garðsins ekki að lifa lengur en til haustsins þar sem þeir enda sem refafóður vegna plássleysis og fá því ekki nafn, var færður aftur í garðinn. Þar var hlegið að flóttatilraunum hans, sem höfðu svo sannarlega vakið athygli landsmanna á garðinum. Og hvað var gert? Hann var drepinn. Frægasti kópur landsins drepinn daginn eftir rosalegustu flóttatilraun dýrs á Íslandi. Ég skil vel að það geti ekki öll dýr lifað. Ég skil gang lífsins í „sveitinni“ en halló. Ef yfirmenn Húsdýragarðsins hefðu eitthvað markaðsvit þá hefðu þeir hlíft lífsglaða selkópnum og nýtt sér frægð hans til þess að fá fleiri gesti í garðinn. Hver einasta manneskja sem ég hitti í gær var að ræða kópinn og fólk var forvitið að fara að sjá þessa hetju. Var ekki allavega hægt að leyfa honum að lifa út sumarið? Börn landsins gráta nú í kór yfir örlögum hugrakka selskópsins. Þetta eru furðuleg vinnubrögð og satt best að segja langar mig lítið til þess að heimsækja garðinn í bráð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Selkópur sleppur á ævintýralegan hátt úr selalauginni í Húsdýragarðinum. Í skjóli nætur flýr hann úr lauginni, kannski vegna þess að hann veit að innan örfárra daga eru dagar hans taldir. Litli selkópurinn tekur því til sinna eigin ráða og ákveður að stinga af. Hann finnur lítið gat á lauginni, kemst út um það, hoppar í átt að grindverki dýragarðsins þar sem hann finnur aðra litla smugu til að komast út. Hann er kominn út í frelsið! Áfram hoppar hann þar til hann finnur lítinn læk. Þar rennur hann ljúflega niður lækinn, frelsinu feginn enda hefur hann aldrei séð síka fegurð áður. Þegar lækinn þrýtur hoppar hann í átt að tjöldum við tjaldstæði. Hann er kominn út í heiminn, úr pínulitlu selalauginni og er að kynnast heiminum. Þetta hljómar eins og fyrri hluti hugljúfrar Disney-myndar. En þetta er sönn saga selkóps úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Reykjavík. Saga sem hreyfði við landsmönnum. Saga sem verður vafalaust sögð aftur og aftur. Sagan af hugrakka selkópnum sem vildi kanna heiminn. Kópurinn litli, sem heitir ekki neitt því yfirleitt fá kópar garðsins ekki að lifa lengur en til haustsins þar sem þeir enda sem refafóður vegna plássleysis og fá því ekki nafn, var færður aftur í garðinn. Þar var hlegið að flóttatilraunum hans, sem höfðu svo sannarlega vakið athygli landsmanna á garðinum. Og hvað var gert? Hann var drepinn. Frægasti kópur landsins drepinn daginn eftir rosalegustu flóttatilraun dýrs á Íslandi. Ég skil vel að það geti ekki öll dýr lifað. Ég skil gang lífsins í „sveitinni“ en halló. Ef yfirmenn Húsdýragarðsins hefðu eitthvað markaðsvit þá hefðu þeir hlíft lífsglaða selkópnum og nýtt sér frægð hans til þess að fá fleiri gesti í garðinn. Hver einasta manneskja sem ég hitti í gær var að ræða kópinn og fólk var forvitið að fara að sjá þessa hetju. Var ekki allavega hægt að leyfa honum að lifa út sumarið? Börn landsins gráta nú í kór yfir örlögum hugrakka selskópsins. Þetta eru furðuleg vinnubrögð og satt best að segja langar mig lítið til þess að heimsækja garðinn í bráð.