Jaguar í Formula E Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 12:19 Jaguar ætlar eins og margur annar bílaframleiðandinn að smíða rafmagnsbíl. Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent
Frést hefur að Jaguar Land Rover hyggist tilkynna þátttöku sína í Formula E rafmagnsbílakeppnisröðinni á morgun. JLR ætlar að hefja framleiðslu á rafmagnsbíl til sölu til almennings og mun þróun hans byggja á þeirri reynslu sem JLR aflar sér með keppnisbílnum í Formula E. Ekki er ljóst hvenær slíkur bíll á að koma á markað. Formula E keppnisröðin, þar sem keppt er eingöngu á rafmagnsbílum er aðeins á sínu öðru ári. Hefst keppni í henni í október og stendur fram í júlí. Meðal bílaframleiðenda sem eiga keppnisbíla þar eru Audi, Peugeot og Renault og víst er að þeim muni fjölga á næstu árum. Jaguar Land Rover telur að mjög mikilvæg reynsla til þróunar götubíla fáist með þátttökunni í Formula E keppnisröðinni og því er ef til vill engin tilviljun að þekktir bílaframleiðendur sem bjóða rafmagnsbíla fyrir almenning taki þar þátt.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent