Porsche Janis Joplin seldist á 230 milljónir Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2015 09:46 Porsche Janis Joplin. worldcarfans Aldrei áður hefur Porsche 356 selst á viðlíka upphæð og fyrrum bíll Janis Joplin, en hann seldist nýlega á á uppboði í New York á 230 milljónir króna. Bíllinn er af árgerð 1964 og þessi gerð hans heitir Porsche 356 C 1600 SC Cabriolet og er blæjubíll. Ekki var búist við því að bíllinn færi á svona háu verði á uppboðinu og búist hafði verið við tilboði milli 400 og 600 þúsund dollurum, en hann fór á endanum á 1,76 milljón dollara, eða 230 milljónir króna og börðust 7 mismundandi aðilar um bílinn. Janis Joplin eignaðist þennan bíl árið 1968 og lét sprauta hann í sannkölluðu hippaþema og er bílinn allur hinn skrautlegasti og hefur ekki verið breytt síðan. Þessi bíll er talinn einn sá fyrsti sem gerður er að listaverki og er fyrir vikið einn frægasti Porsche bíll allra tíma. Eftir að Janis Joplin dó var bíllinn færður á safnið Rock and Roll Hall of Fame í Cleveland í Ohio. Þar hefur hann verið til sýnis síðustu tvo áratugi, allt þar til systkyni hennar, Michael og Laura Joplin ákváðu að bjóða hann upp. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent
Aldrei áður hefur Porsche 356 selst á viðlíka upphæð og fyrrum bíll Janis Joplin, en hann seldist nýlega á á uppboði í New York á 230 milljónir króna. Bíllinn er af árgerð 1964 og þessi gerð hans heitir Porsche 356 C 1600 SC Cabriolet og er blæjubíll. Ekki var búist við því að bíllinn færi á svona háu verði á uppboðinu og búist hafði verið við tilboði milli 400 og 600 þúsund dollurum, en hann fór á endanum á 1,76 milljón dollara, eða 230 milljónir króna og börðust 7 mismundandi aðilar um bílinn. Janis Joplin eignaðist þennan bíl árið 1968 og lét sprauta hann í sannkölluðu hippaþema og er bílinn allur hinn skrautlegasti og hefur ekki verið breytt síðan. Þessi bíll er talinn einn sá fyrsti sem gerður er að listaverki og er fyrir vikið einn frægasti Porsche bíll allra tíma. Eftir að Janis Joplin dó var bíllinn færður á safnið Rock and Roll Hall of Fame í Cleveland í Ohio. Þar hefur hann verið til sýnis síðustu tvo áratugi, allt þar til systkyni hennar, Michael og Laura Joplin ákváðu að bjóða hann upp.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent