Keppinautur Audi Allroad frá Mercedes Benz Finnur Thorlacius skrifar 22. júní 2015 10:25 Audi Allroad árgerð 2013. Mercedes Benz íhugar þessa dagana að framleiða bíl sem keppa á við hinn vel heppnaða Audi Allroad sem selst hefur vel frá upphafi. Yrði slíkur bíll frá Mercedes Benz byggður á annaðhvort C-Class eða E-Class bílunum og stæði hærra á vegi en grunngerðirnar, líkt og Audi A6 og A4 Allroad bílarnir gera. Í þessum flokki bíla hafa hingað til söluhæstu bílgerðirnar verið Audi Allroad, Volvo XC70 Cross Country og Subaru Outback þó svo fleiri bílaframleiðendur hafi teflt fram bílum í þessum flokki, en með minni árangri. Mercedes Benz hefur að undanförnu fjölgað mjög bílgerðum sínum og teflir fyrirtækið fram bílum í flestum flokkum bíla, en þó ekki í þessum flokki og nú ætlar Benz að bæta úr því og láta keppinautinn Audi ekki eftir sviðið. Þó svo að Audi Allroad seljist vel í Evrópu hefur sala hans í Bandaríkjunum aldrei náð neinu flugi og mest seldist af bílnum árið 2013, eða 5.300 eintök, sem ekki telst mikið á þessum stóra bílamarkaði. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa aldrei verið aðdáendur station-bíla, heldur hafa frekar valið jeppa og jepplinga. Þetta þekkja þeir hjá Mercedes Benz og hafa því ekki í hyggju að bjóða keppinaut Audi Allroad vestanhafs. Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent
Mercedes Benz íhugar þessa dagana að framleiða bíl sem keppa á við hinn vel heppnaða Audi Allroad sem selst hefur vel frá upphafi. Yrði slíkur bíll frá Mercedes Benz byggður á annaðhvort C-Class eða E-Class bílunum og stæði hærra á vegi en grunngerðirnar, líkt og Audi A6 og A4 Allroad bílarnir gera. Í þessum flokki bíla hafa hingað til söluhæstu bílgerðirnar verið Audi Allroad, Volvo XC70 Cross Country og Subaru Outback þó svo fleiri bílaframleiðendur hafi teflt fram bílum í þessum flokki, en með minni árangri. Mercedes Benz hefur að undanförnu fjölgað mjög bílgerðum sínum og teflir fyrirtækið fram bílum í flestum flokkum bíla, en þó ekki í þessum flokki og nú ætlar Benz að bæta úr því og láta keppinautinn Audi ekki eftir sviðið. Þó svo að Audi Allroad seljist vel í Evrópu hefur sala hans í Bandaríkjunum aldrei náð neinu flugi og mest seldist af bílnum árið 2013, eða 5.300 eintök, sem ekki telst mikið á þessum stóra bílamarkaði. Ástæða þess er sú að Bandaríkjamenn hafa aldrei verið aðdáendur station-bíla, heldur hafa frekar valið jeppa og jepplinga. Þetta þekkja þeir hjá Mercedes Benz og hafa því ekki í hyggju að bjóða keppinaut Audi Allroad vestanhafs.
Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent