Bíó og sjónvarp

Jennifer Lawrence vekur athygli á launamisrétti í Hollywood

Bjarki Ármannsson skrifar
Leikkonan birti í dag grein þar sem hún lýsir mikilli reiði yfir því að hún skuli fá greitt minna fyrir hlutverk sín í stórmyndum en karlkyns mótleikarar hennar.
Leikkonan birti í dag grein þar sem hún lýsir mikilli reiði yfir því að hún skuli fá greitt minna fyrir hlutverk sín í stórmyndum en karlkyns mótleikarar hennar. Vísir/Getty
Bandaríska leikkonan Jennifer Lawrence birti í dag grein á netinu þar sem hún fer rækilega í saumana á launamisrétti í heimi Hollywood og lýsir mikilli reiði yfir því að hún skuli fá greitt minna fyrir hlutverk sín í stórmyndum en karlkyns mótleikarar hennar.

Í greininni, sem birtist á vefsíðu leikkonunnar Lena Dunham, segist Lawrence hafa fengið nóg af því að reyna koma skoðunum sínum á framfæri á nógu „krúttlegan“ hátt svo fólk muni áfram kunna vel við hana.

Lawrence ásamt Bradley Cooper í kvikmyndinni Silver Linings Playbook.
Lawrence, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni Silver Linings Playbook árið 2012, segist ekki hafa áttað sig á því hversu mikið minna en karlkyns stjörnur hún fékk í laun fyrr en tölvupóstar frá framleiðslurisanum Sony láku til almennings í tölvuárás á fyrirtækið í fyrra.

Þar kom í ljós að hún og leikkonan Amy Adams höfðu fengið mun minna í laun fyrir leik sinn í kvikmyndinni American Hustle heldur en mótleikarar þeirra, Christian Bale og Jeremy Renner. Lawrence segir í grein sinni að hún hafi ekki krafist hærri launa af ótta við að virðast frek.

„Mér fannst það góð hugmynd alveg þar til ég sá launagreiðslurnar á netinu og áttaði mig á því að enginn þeirra karlleikara sem ég hef unnið með hefur áhyggjur af því að virðast frekur,“ skrifar hún.


Tengdar fréttir

Vantar sterkari kvenpersónur: Fyrirmyndirnar mega alveg vera óþekkar

Geena Davis hefur lengi barist fyrir jafnara kynjahlutfalli í kvikmyndum og sjónvarpsefni. Eingöngu 17% persóna í barnaefni eru kvenkyns. Geena segir það hafa áhrif á sjálfsmynd stúlkna enda læri þær fljótt að taka ekki sinn skerf af plássinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.