Ertu með skilríki? Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 07:00 Setningin sem ég óttaðist mest af öllu frá 16-20 ára aldurs var: „Ertu með skilríki?“ Öll ráð voru reynd til þess að líta út fyrir að vera eldri og komast inn á skemmtistaði eða geta keypt áfengi í Ríkinu. Alls konar trikk. Einhverjar vinkonur mínar bjuggu svo vel að geta lagað til eigin skilríki til þess að láta fæðingarárið vera annað en það var í raun. Svo voru fengin lánuð skilríki frá einhverjum sem líktist manni. Stundum líktist viðkomandi manni ekki neitt og þá skipti öllu hvort dyraverðirnir myndu sjá í gegnum þetta eða ekki. Ein dökkhærð vinkona mín var með skilríki ljóshærðrar konu í yfirstærð sem var 15 árum eldri en hún. Það virkaði eiginlega alltaf þar sem hún gat með stolti sagst hafa lést um fjölmörg kíló og dyraverðirnir tóku ekki séns á að móðga hennar nýja útlit. Þegar farið var út á lífið snerist allt um það að klæða sig rétt og reyna að líta út fyrir að vera orðin 20 ára. Síðan náðum við vinirnir 20 ára og þá snerist þetta við. Þá var gaman í nokkra mánuði að geta sýnt sín réttu skilríki og vera búinn að ná löglegum aldri til þess að komast inn á staði. Sjaldnar og sjaldnar var maður spurður um skilríki. Þetta gleymdist eins og hvað annað og varð sjálfsagt að komast inn enda komin með aldur. Þessi gamalkunna setning rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fór buguð af aldurskomplexum að kaupa áfengar veigar fyrir 28 ára afmælisveisluna mína um helgina. Hvert flaug tíminn og vá hvað maður er orðinn gamall voru hugsanir mínar þennan daginn í Áfengisverslun ríkisins. Vinirnir voru væntanlegir í partí um kvöldið og ég tíndi hugsunarlaust til nokkrar flöskur á afgreiðsluborðið. Afgreiðslukonan skannaði flöskurnar og rétti mér poka. Svo kom það. „Ertu með skilríki?“ Skælbrosandi rétti ég henni kortið og þakkaði henni kærlega fyrir. Bjargaði deginum og aldurskomplexarnir voru á bak og burt. Svona getur þetta snúist við og nú gleðst maður ef einhver heldur að maður sé ekki orðinn tvítugur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viktoría Hermannsdóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Setningin sem ég óttaðist mest af öllu frá 16-20 ára aldurs var: „Ertu með skilríki?“ Öll ráð voru reynd til þess að líta út fyrir að vera eldri og komast inn á skemmtistaði eða geta keypt áfengi í Ríkinu. Alls konar trikk. Einhverjar vinkonur mínar bjuggu svo vel að geta lagað til eigin skilríki til þess að láta fæðingarárið vera annað en það var í raun. Svo voru fengin lánuð skilríki frá einhverjum sem líktist manni. Stundum líktist viðkomandi manni ekki neitt og þá skipti öllu hvort dyraverðirnir myndu sjá í gegnum þetta eða ekki. Ein dökkhærð vinkona mín var með skilríki ljóshærðrar konu í yfirstærð sem var 15 árum eldri en hún. Það virkaði eiginlega alltaf þar sem hún gat með stolti sagst hafa lést um fjölmörg kíló og dyraverðirnir tóku ekki séns á að móðga hennar nýja útlit. Þegar farið var út á lífið snerist allt um það að klæða sig rétt og reyna að líta út fyrir að vera orðin 20 ára. Síðan náðum við vinirnir 20 ára og þá snerist þetta við. Þá var gaman í nokkra mánuði að geta sýnt sín réttu skilríki og vera búinn að ná löglegum aldri til þess að komast inn á staði. Sjaldnar og sjaldnar var maður spurður um skilríki. Þetta gleymdist eins og hvað annað og varð sjálfsagt að komast inn enda komin með aldur. Þessi gamalkunna setning rifjaðist upp fyrir mér þegar ég fór buguð af aldurskomplexum að kaupa áfengar veigar fyrir 28 ára afmælisveisluna mína um helgina. Hvert flaug tíminn og vá hvað maður er orðinn gamall voru hugsanir mínar þennan daginn í Áfengisverslun ríkisins. Vinirnir voru væntanlegir í partí um kvöldið og ég tíndi hugsunarlaust til nokkrar flöskur á afgreiðsluborðið. Afgreiðslukonan skannaði flöskurnar og rétti mér poka. Svo kom það. „Ertu með skilríki?“ Skælbrosandi rétti ég henni kortið og þakkaði henni kærlega fyrir. Bjargaði deginum og aldurskomplexarnir voru á bak og burt. Svona getur þetta snúist við og nú gleðst maður ef einhver heldur að maður sé ekki orðinn tvítugur.