Lífið

Rosaleg stemning í Amsterdam: „Ég held að Hollendingarnir séu farnir að halda með Íslandi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta er alveg geggjað að sjá, ég var bara að koma hingað á torgið,“ segir Björn Bragi Arnarsson, sjónvarpsmaður og uppistandari, sem er staddur á Dam torginu í Amsterdam og á leiðinni á leik Íslands og Hollands í undankeppni EM 2016 á Amsterdam Arena í kvöld.

„Tólfan og allir stuðningsmenn landsliðsins eru búnir að taka yfir þetta Dam torg hér í Amsterdam og ég vona að það skili sér heim hvað þetta er tryllt stemning. Þetta er bara geggjuð upphitun fyrir leikinn í kvöld sem verður frábær. Ég held að Hollendingarnir séu farnir að halda með Íslandi þegar þeir sjá þessa stemningu, þeir eiga ekki roð í þetta.“

Björn segir greinlegt að Íslands sé að fara taka yfir Amsterdam-Arena í kvöld.

„Ég er ekki kominn í gallann, hann er í bílnum. Ég fer í hann á eftir,“ segir Björn en hann spáir 1-0 sigri okkar manna í kvöld. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.