Mazda hættir sölu Mazda5 vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 7. ágúst 2015 09:11 Mazda5 fjölnotabíllinn. Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs. Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent
Mazda hefur verið iðið við kynningu nýrra bíla undanfarið en ein gerð Mazda bíla mun þó hverfa að sjónarsviðinu í Bandaríkjunum á þessu ári, þ.e. Mazda 5 fjölnotabíllinn. Mazda5 er þeirrar gerðar bíll sem margir hafa nefnt strumpastrætóa og falla í flokk MPV-bíla (Multi Purpose Vehicle). Slíkir bílar hafa verið mjög á undanhaldi og jeppar og jepplingar að mestu leyst þá af hólmi. Því hafa fleiri bílaframleiðendur en Mazda lagt af slíka bíla. Mazda mun hætta sölu hans á þessu ári. Mazda5 hefur reyndar aldrei verið neinn magnsölubíll og á sínu besta ári í Bandaríkjunum, árið 2008, seldust ekki nema 22.000 eintök af bílnum. Nú seljast ekki nema ríflega 10.000 eintök af honum þar á ári og með því telur hann ekki nema um 4% af heildarsölu Mazda vestanhafs.
Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent