Leikjavísir

GameTíví: Landsliðskonur kepptu í FIFA 16

Samúel Karl Ólason skrifar
Þeir GameTívíbræður Óli og Svessi eru ekki þekktir fyrir að ráðast á vegginn þar sem hann er lægstur. Þeir fengu Hallberu Guðnýu Gísladóttur úr Breiðablik og Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur úr Stjörnunni til að spila FIFA 16 við sig, í tilefni af því að leikurinn kemur út á næstunni og í fyrsta sinn er hægt að spila með kvennalandslið. Báðar spila með Landsliðinu.

Liðunum var skippt upp þannig að Óli og Adda voru Þýskaland gegn þeim Svessa og Hallberu sem voru Bandaríkin.

Leikurinn var æsispennandi en við viljum ekki skemma fyrir með hverjir vinna.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.