Inga leiðir byltingu í tískuheiminum 8. maí 2015 15:30 Þær Ashley Graham, Inga, Julie Hendersen, Danielle Redman og Marquita Ping skipa Alda Women hópinn. Mynd/Silja Magg Inga Eiríksdóttir er íslensk fyrirsæta búsett í New York. Hún er hluti af Alda Women-hópnum sem hefur í krafti frægðar sinnar og reynslu af fyrirsætustörfum leitt byltingu í tískuheiminum vestra og þótt víðar væri leitað. Áhyggjur af útlitskröfum hafa lengi loðað við tískuheiminn, glanstímarit og fyrirsætustörf, en áhrifa Alda Women og svipaðra þrýstihópa gætir víða. Nýlega bönnuðu yfirvöld í Frakklandi notkun of grannra fyrirsætna í viðleitni til að draga úr tíðni anorexíu í Frakklandi. Ísrael og Spánn hafa einnig bannað hyllingu ,,hættulega grannra“ fyrirsætna. Vegna sterkrar stöðu Frakklands í tískuheiminum er þetta talið hafa gríðarleg áhrif á tískuheiminn í heild sinni. Ítarlegt viðtal við Ingu og glæsilegar myndir af hópnum á húsþökum í New York eftir Silju Magg má finna í nýjasta tölublaði Glamour sem kom út í dag, 8.maí. Konurnar í Alda Women eru af öllum stærðum og gerðum, en eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á ferli sínum. Þær hvetja konur til að vera ánægðar með líkama sinn og hugsa um hann – þar sem aðaláhersla er lögð á hreysti en ekki fatastærðir. Sjálf hefur Inga átt gríðarlegri velgengni að fagna á ferlinum. Hún hefur verið andlit herferða merkja á borð við Ralph Lauren og Max Mara, auk þess sem hún hefur setið fyrir í glanstímaritunum Vogue, Harper’s Bazaar og Elle, svo eitthvað sé nefnt. Glamour/Silja Magg„Ég var bara 15 ára þegar ég byrjaði í þessum bransa og var þá á kafi í íþróttum, sérstaklega í tennis. Módelskrifstofunni í París þótti ég of „kraftaleg“ svo ég var beðin um að hætta í tennis, sem ég gerði. Svo tóku við nokkur ár þar sem ég reyndi mikið að vera eins grönn og ég mögulega gat með megrunum og æfingum. Skrifstofan gerði miklar kröfur um það," segir Inga. Alda Women eru á hraðri leið með að gjörbylta tískuheiminum.Glamour/Silja Magg"Þegar ég flutti til New York var mér sagt af skrifstofunum að því grennri sem ég væri, því betra væri það. Það sýndi sig að þegar ég var sem grennst, þá fékk ég flestar bókanir á tískusýningar. Ég er mjög stórbeinótt að upplagi svo þetta hentaði mér ekki. Þetta var ekki heilsusamlegt svo ég ákvað að hætta þessu, um tvítugt, og leyfa líkamanum að vera eins og hann vildi vera,“ segir Inga meðal annars í viðtalinu. Hópurinn Alda Women hafa meiri áhuga á að byggja upp sterka sjálfmynd en að einblína á útlitið.Glamour/Silja Magg Áfram @aldawomen Allt um þessar stórglæsilegu fyrirmyndir og íslensku fyrirsætuna Ingu Eiríks sem leiðir hópinn í nýjasta @glamouriceland ! Dansaðu inn í helgina með okkur @ingaerla @siljamagg @olofskaftadottir A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 8, 2015 at 9:28am PDTKomdu í áskrift á Glamour hér. Fylgstu með Glamour á Facebook hér. Fylgstu með Glamour á Instagram hér. Tengdar fréttir Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02 Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim dauðleiðist lífið utan sviðsljóssins Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Litrík augu hjá Chanel Glamour Af sambandsleiða: "Fólk getur freistast út fyrir sambandið" Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Glæsileg barnahátíð um helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour
Inga Eiríksdóttir er íslensk fyrirsæta búsett í New York. Hún er hluti af Alda Women-hópnum sem hefur í krafti frægðar sinnar og reynslu af fyrirsætustörfum leitt byltingu í tískuheiminum vestra og þótt víðar væri leitað. Áhyggjur af útlitskröfum hafa lengi loðað við tískuheiminn, glanstímarit og fyrirsætustörf, en áhrifa Alda Women og svipaðra þrýstihópa gætir víða. Nýlega bönnuðu yfirvöld í Frakklandi notkun of grannra fyrirsætna í viðleitni til að draga úr tíðni anorexíu í Frakklandi. Ísrael og Spánn hafa einnig bannað hyllingu ,,hættulega grannra“ fyrirsætna. Vegna sterkrar stöðu Frakklands í tískuheiminum er þetta talið hafa gríðarleg áhrif á tískuheiminn í heild sinni. Ítarlegt viðtal við Ingu og glæsilegar myndir af hópnum á húsþökum í New York eftir Silju Magg má finna í nýjasta tölublaði Glamour sem kom út í dag, 8.maí. Konurnar í Alda Women eru af öllum stærðum og gerðum, en eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á ferli sínum. Þær hvetja konur til að vera ánægðar með líkama sinn og hugsa um hann – þar sem aðaláhersla er lögð á hreysti en ekki fatastærðir. Sjálf hefur Inga átt gríðarlegri velgengni að fagna á ferlinum. Hún hefur verið andlit herferða merkja á borð við Ralph Lauren og Max Mara, auk þess sem hún hefur setið fyrir í glanstímaritunum Vogue, Harper’s Bazaar og Elle, svo eitthvað sé nefnt. Glamour/Silja Magg„Ég var bara 15 ára þegar ég byrjaði í þessum bransa og var þá á kafi í íþróttum, sérstaklega í tennis. Módelskrifstofunni í París þótti ég of „kraftaleg“ svo ég var beðin um að hætta í tennis, sem ég gerði. Svo tóku við nokkur ár þar sem ég reyndi mikið að vera eins grönn og ég mögulega gat með megrunum og æfingum. Skrifstofan gerði miklar kröfur um það," segir Inga. Alda Women eru á hraðri leið með að gjörbylta tískuheiminum.Glamour/Silja Magg"Þegar ég flutti til New York var mér sagt af skrifstofunum að því grennri sem ég væri, því betra væri það. Það sýndi sig að þegar ég var sem grennst, þá fékk ég flestar bókanir á tískusýningar. Ég er mjög stórbeinótt að upplagi svo þetta hentaði mér ekki. Þetta var ekki heilsusamlegt svo ég ákvað að hætta þessu, um tvítugt, og leyfa líkamanum að vera eins og hann vildi vera,“ segir Inga meðal annars í viðtalinu. Hópurinn Alda Women hafa meiri áhuga á að byggja upp sterka sjálfmynd en að einblína á útlitið.Glamour/Silja Magg Áfram @aldawomen Allt um þessar stórglæsilegu fyrirmyndir og íslensku fyrirsætuna Ingu Eiríks sem leiðir hópinn í nýjasta @glamouriceland ! Dansaðu inn í helgina með okkur @ingaerla @siljamagg @olofskaftadottir A video posted by Glamour Iceland (@glamouriceland) on May 8, 2015 at 9:28am PDTKomdu í áskrift á Glamour hér. Fylgstu með Glamour á Facebook hér. Fylgstu með Glamour á Instagram hér.
Tengdar fréttir Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02 Mest lesið Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Kim dauðleiðist lífið utan sviðsljóssins Glamour Kanye West enn og aftur andlit Balmain Glamour Óskarinn 2017: Verst klæddu stjörnurnar Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Litrík augu hjá Chanel Glamour Af sambandsleiða: "Fólk getur freistast út fyrir sambandið" Glamour Það er tískumyndakvöld í kvöld Glamour Glæsileg barnahátíð um helgina Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour
Umfjöllun Glamour um Alda Women vekur athygli um allan heim Huffington Post, Us Magazine og Pop Sugar fjalla um Alda Women. 9. maí 2015 09:30
60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir 365 hefur samið við Odda um prentun á tímaritinu Glamour, sem kemur út mánaðarlega. 8. maí 2015 13:02