Hann byrjaði sem strákur á sjónum en endaði sem einn aðaleigandi útgerðafélagsins Þormóðs ramma, seldi það og fjárfesti í útgerð í Mexíkó, sem skilaði gríðarlegum hagnaði.
Hann er með tvöfaldan ríkisborgararétt þar sem líf-faðir hans er Bandaríkjamaður og vann hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna. Róbert heldur tvö heimili, eitt á Siglufirði og annað í Bandaríkjunum.
Nú vinnur hann að byggingu golfvallar, nýs skíðasvæðis, lúxushótels og veitingahúss á hafnarbakkanum auk hátækni lyfjaverksmiðju svo eitthvað sé nefnt.
Sjálfstætt fólk er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudag klukkan 19.15.