GameTívíbræðurnir Óli Jó og Svessi spila fyrstu fimm mínúturnar í hinum erfiða Hotline Miami 2 í nýjasta innslagi þeirra á Vísi. Leikurinn þykir einstaklega erfiður og er óhætt að segja að þeir hafi verið með allt niður um sig.
Fyrstu mínúturnar komast þeir lítið sem ekkert áfram í fyrsta borði leiksins. Fyrir rest var þeim þó farið að ganga vel.
Hotline Miami hefur fengið góðar móttökur, en hann er gerður í anda gamalla tölvuleikja en hann þykir mjög ofbeldisfullur.