Hekla frumsýnir sjö bíla í Fífunni Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2015 09:41 Audi A3 E-Tron er einn frumsýningarbíla Heklu í Fífunni. Það stefnir allt í allsherjar bílaveislu um helgina þegar bílasýning Bílgreinasambandsins, Allt á hjólum, verður haldin í Fífunni í Kópavogi. HEKLA lætur sig ekki vanta í herlegheitin og stútfyllir 1000 fm² svæði með bílum sem spanna allan skalann, hvort sem áhuginn beinist að smávöxnum og rafmögnuðum VW e-up!, hraðskreiðum Audi TT eða fullvöxnum Mitsubishi. Þetta er í þriðja sinn sem sýningin er haldin. Hekla mun á sýningunni frumsýna hvorki meira né minna en sjö bíla. Það eru Volkswagen Golf-R, Skoda Fabia, Skoda Superb, Audi TT, Audi A6, tvíorkutæknivæddur Audi A3 e-tron og ferða- og húsbíllinn Volkswagen California. „Um helgina frumsýnum við hjá Volkswagen Golf R sem er kraftmesti Golfinn sem í boði er. Þetta er 300 hestafla fjórhjóladrifið tryllitæki, 3.6 sek frá 0 og upp í 80 og 4.9 sek í 100. Golf R er margrómaður fyrir sportlega aksturseiginleika og verður nú fáanlegur hjá okkur í takmörkuðu upplagi,“ segir Haraldur Ársælsson, vörustjóri Volkswagen. Audi kemur einnig sterkur inn um helgina. „Við frumsýnum þrjá nýja Audi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörustjóri Audi. „Það eru Audi A3 e-tron sem sameinar á nýjan hátt helstu kosti raf- og bensínbíla þar sem raforkan ein og sér dugar í flestar ferðir innanbæjar og sparneytin bensínvél kemur sér vel í lengri ferðum. Nýr Audi TT rétt náði til landsins fyrir helgina og verður gaman að geta sýnt Íslendingum alvöru sportbíl á góðu verði. Þriðja frumsýning helgarinnar er svo nýr og glæsilegur Audi A6,“ segir Jóhann Ingi. Skoda verður enginn eftirbátur. „Við munum frumsýna nýjan Skoda Fabia í Fífunni um helgina. Við erum mjög spennt fyrir bílnum enda gríðarlega flottur og hefur fengið frábærar viðtökur. Hann verður fáanlegur með sparneytnum bensín- og dísil vélum auk þess sem í honumer mikill tæknibúnaður. Skoda Fabia verður einnig fáanlegur í Combi-útfærslu með alvöru skottplássi. Við forsýnum einnig nýjan Skoda Superb en við fáum einn af fyrstu framleiddu bílunum af nýju kynslóðinni til okkar á sýninguna. Hönnun nýja bílsins hefur hitt í mark og ég hvet fólk til að koma og skoða bílinn um helgina,“ segir Valgeir Erlendsson, vörustjóri Skoda „VW California hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og er gríðarlega vinsæll ferða- og húsbíll um allan heim. Það geta fjórir fullorðnir sofið í honum, hann er útbúinn með eldhúsi, tveimur gashelluborðum og ísskáp. Hann er líka með gríðarvel hannaðri innréttingum, markísu og innfelldum tveimur borðum. California er auðveldlega hægt að nýta allan ársins hring og getur vel nýst í daglegum akstri í stað jeppa, segir Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla. Hekla er leiðandi í fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á breiða línu af umhverfisvænum bílum. Þar má nefna rafmagnsbílana VW e-up! og VW e-Golf, Audi A3 e-tron og Mitsubishi Outlander PHEV sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni og metan-og bensínbílinn Skoda Octavia G-Tec. Þetta mikla úrval er lýsandi dæmi um þá rafmögnuðu framtíð sem er í kortunum hjá Heklu. Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent
Það stefnir allt í allsherjar bílaveislu um helgina þegar bílasýning Bílgreinasambandsins, Allt á hjólum, verður haldin í Fífunni í Kópavogi. HEKLA lætur sig ekki vanta í herlegheitin og stútfyllir 1000 fm² svæði með bílum sem spanna allan skalann, hvort sem áhuginn beinist að smávöxnum og rafmögnuðum VW e-up!, hraðskreiðum Audi TT eða fullvöxnum Mitsubishi. Þetta er í þriðja sinn sem sýningin er haldin. Hekla mun á sýningunni frumsýna hvorki meira né minna en sjö bíla. Það eru Volkswagen Golf-R, Skoda Fabia, Skoda Superb, Audi TT, Audi A6, tvíorkutæknivæddur Audi A3 e-tron og ferða- og húsbíllinn Volkswagen California. „Um helgina frumsýnum við hjá Volkswagen Golf R sem er kraftmesti Golfinn sem í boði er. Þetta er 300 hestafla fjórhjóladrifið tryllitæki, 3.6 sek frá 0 og upp í 80 og 4.9 sek í 100. Golf R er margrómaður fyrir sportlega aksturseiginleika og verður nú fáanlegur hjá okkur í takmörkuðu upplagi,“ segir Haraldur Ársælsson, vörustjóri Volkswagen. Audi kemur einnig sterkur inn um helgina. „Við frumsýnum þrjá nýja Audi,“ segir Jóhann Ingi Magnússon vörustjóri Audi. „Það eru Audi A3 e-tron sem sameinar á nýjan hátt helstu kosti raf- og bensínbíla þar sem raforkan ein og sér dugar í flestar ferðir innanbæjar og sparneytin bensínvél kemur sér vel í lengri ferðum. Nýr Audi TT rétt náði til landsins fyrir helgina og verður gaman að geta sýnt Íslendingum alvöru sportbíl á góðu verði. Þriðja frumsýning helgarinnar er svo nýr og glæsilegur Audi A6,“ segir Jóhann Ingi. Skoda verður enginn eftirbátur. „Við munum frumsýna nýjan Skoda Fabia í Fífunni um helgina. Við erum mjög spennt fyrir bílnum enda gríðarlega flottur og hefur fengið frábærar viðtökur. Hann verður fáanlegur með sparneytnum bensín- og dísil vélum auk þess sem í honumer mikill tæknibúnaður. Skoda Fabia verður einnig fáanlegur í Combi-útfærslu með alvöru skottplássi. Við forsýnum einnig nýjan Skoda Superb en við fáum einn af fyrstu framleiddu bílunum af nýju kynslóðinni til okkar á sýninguna. Hönnun nýja bílsins hefur hitt í mark og ég hvet fólk til að koma og skoða bílinn um helgina,“ segir Valgeir Erlendsson, vörustjóri Skoda „VW California hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og er gríðarlega vinsæll ferða- og húsbíll um allan heim. Það geta fjórir fullorðnir sofið í honum, hann er útbúinn með eldhúsi, tveimur gashelluborðum og ísskáp. Hann er líka með gríðarvel hannaðri innréttingum, markísu og innfelldum tveimur borðum. California er auðveldlega hægt að nýta allan ársins hring og getur vel nýst í daglegum akstri í stað jeppa, segir Ívar Þór Sigþórsson, sölustjóri Volkswagen atvinnubíla. Hekla er leiðandi í fjölbreyttum aflgjöfum og býður upp á breiða línu af umhverfisvænum bílum. Þar má nefna rafmagnsbílana VW e-up! og VW e-Golf, Audi A3 e-tron og Mitsubishi Outlander PHEV sem ganga fyrir bæði rafmagni og bensíni og metan-og bensínbílinn Skoda Octavia G-Tec. Þetta mikla úrval er lýsandi dæmi um þá rafmögnuðu framtíð sem er í kortunum hjá Heklu.
Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent