Felix Kjellberg, sem er betur þekktur sem PewDiePie, er 25 ára gamall Svíi sem aflaði sér um það bil 997 milljónir króna í tekjur í fyrra. Felix rekur vinsælustu rásina á Youtube þar sem hann birtir myndbönd af sér að spila tölvuleiki. Tæplega 38 milljónir manna eru áskrifendur að rásinni hans.
Auk þess að birta myndbönd af sér að spila tölvuleiki birtir Felix einnig stutt grínmyndbönd.
Á vef Expressen segir að tekjur hans hafi aukist gífurlega á síðustu tveimur árum. Fyrsta árið sem fyrirtæki hans, PewDie Productions, var stofnað (2012) voru tekjur fyrirtækisins um 7,2 milljónir sænskar krónur (112 milljónir króna). Árið 2013 voru tekjurnar 463 milljónir króna.
Vinsældir PewDiePie hafa valdið honum hugarangri og sjálfur hefur hann sagt að það væri mun auðveldara fyrir sig að vera með um fimm milljónir áskrifenda.
Leikjavísir