Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 10:30 Bjarnveig og Skúli í göngutúr í grennd við bæinn sinn Ytra-Áland, nánar tiltekið niðri á Kálfsnesi. Vísir/Mynd úr einkasafni Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“ Svalbarðshreppur Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira
Hjónin á Ytra-Álandi í Þistilfirði brugðu upp stóru tjaldi á hlaðinu og héldu afmælishóf í tilefni sjötugsafmæla sinna nýlega. Gestir voru í kringum 200 og komu víða að af landinu. „Það var mjög gaman,“ segir Bjarnveig húsfreyja. „Mikið sungið, margar ræður fluttar og svolítið dansað.“ Opinberir starfsmenn hætta störfum um sjötugt en Bjarnveig hefur sjaldan haft meira að gera en nú þegar hún stendur á þeim tímamótum. Hún segir það sína gæfu að hafa heilsu til þess, áhuga og tækifæri. „Á sumrin er hér ákaflega líflegt því við erum með heimagistingu. Það er búið að vera gríðarmikið að gera í sumar og er nánast fullbókað í júlí. Ég hef líka séð um gistingu í skólanum á Svalbarði í nokkur ár. Hún kveðst vera mikil félagsvera og því eigi þessi starfsemi vel við hana. „Ég er alltaf að kynnast nýju fólki og finnst það skemmtilegt og gefandi. Það gerir mér erfitt fyrir að hætta því ég hlakka alltaf til næsta dags. Yngsti sonurinn er líka tekinn við sauðfjárbúskapnum svo Skúli bóndi minn hefur meiri tíma nú en áður til að sinna ferðaþjónustunni.“ Bjarnveig sat í sveitarstjórn Svalbarðshrepps í nokkur ár, var leiðbeinandi í handmennt og heimilisfræðum í Svalbarðsskóla um tíma og vann í félagsstarfi eldri borgara um skeið. Nú sér hún um vef sveitarfélagsins, www.svalbardshreppur.is En hún er fædd og uppalin í Sandgerði og kveðst eiga góðar minningar frá æskuárunum þar. Hvað kom til að hún flutti norður í Þistilfjörð? „Ástin réði för, ef ég á að vera alveg hreinskilin. Skúli er héðan en var á vertíð í Sandgerði og við fluttum hingað 1973. Þistilfirðingar tóku vel á móti okkur og hér hef ég átt hamingjurík og skemmtileg ár. Var strax drifin í kvenfélagið, leikfélagið og aðra félagsstarfsemi í sveitinni. Það er heldur ekki staðsetningin sem skiptir mestu, ég á góðan mann og við eigum fjögur börn, ellefu barnabörn og fimm barnabarnabörn, fólk sem mér þykir vænt um og þykir vænt um mig. Svo er hér mikil víðátta og sólarlagið óvíða tilkomumeira.“ Hún kveðst hafa náð mörgum miðnætursólarmyndum í sumar. „Það hefur einn ókost, blessað sólarlagið,“ segir hún hlæjandi. „Það heldur fyrir manni vöku. Maður tímir ekki að fara að sofa því fegurðin er svo mikil. En vorið er búið að vera kalt og sumarið hingað til. Það sem okkur vantar núna eru hlýindin.“
Svalbarðshreppur Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Sjá meira