Lyftiduft eða matarsódi sigga dögg skrifar 7. júlí 2015 15:00 Vísir/Getty Það er misjafnt hvort uppskriftir innihalda matarsóda eða lyftiduft en hver er raunverulegur munur og skiptir einhverju máli hvort er notað? Samkvæmt Vísindavefnum þá er matarsódi notaður þegar:Í bakstri er verið að sækjast eftir loftbólunum sem myndast þegar matarsóda er blandað við vökva og eitthvert hráefni með lágt sýrustig, til dæmis sítrónusafa, edik, súrmjólk, jógúrt, hunang eða súkkulaði. Við þessa blöndun fer strax af stað efnahvarf sem gefur af sér vatn, salt og það sem mestu máli skiptir, koltvíildi (koldíoxíð, CO2).Loftbólurnar sem myndast við efnahvarfið þenjast svo enn frekar út við hitann í ofninum og gera kökuna léttari og loftmeiri. Það skiptir máli að setja deig með matarsóda sem fyrst í ofninn því ef loftbólurnar ná að springa áður en deigið fer í ofninn er hætta á að kakan lyfti sér ekki.Hins vegar er notað lyftiduft þegar: Lyftiduft er algengasta lyftiefni í kökuuppskriftum. Það er yfirleitt blanda af matarsóda og vínsteinsdufti (e. cream of tartar) auk þess sem í því eru önnur efni svo sem hveiti, kartöflumjöl, maíssterkja, álefni eða fosföt. Við notkun þess gerist það sama og með matarsóda, þegar efnið kemst í snertingu við vökva verða efnahvörf sem leiða til þess að koltvíildisbólur myndast og þenjast enn frekar út við hitann í ofninum. Munurinn er hins vegar sá að þegar notað er lyftiduft er ekki eins mikilvægt að hafa sýruvaldandi hráefni í deiginu þar sem búið er að blanda sýrugjafa í lyftiduftið. Almenna reglan er því sú að ef notar lyftiduft þá er hægt að nota það eitt og sér og setja beint útí með þurrefnum en ef notar matarsóda þá þarf einhverja sýru eða vökva til að virkja það og vissara er að koma deigi með matarsóda sem fyrst inn í ofn svo kakan lyfti sér. Þá er almennt talið að matarsódi geymist lengur heldur en lyftiduft. Ef þú setur lyftiduft útí vatn og vatnið freyðir þá er það enn í lagi. Matur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Það er misjafnt hvort uppskriftir innihalda matarsóda eða lyftiduft en hver er raunverulegur munur og skiptir einhverju máli hvort er notað? Samkvæmt Vísindavefnum þá er matarsódi notaður þegar:Í bakstri er verið að sækjast eftir loftbólunum sem myndast þegar matarsóda er blandað við vökva og eitthvert hráefni með lágt sýrustig, til dæmis sítrónusafa, edik, súrmjólk, jógúrt, hunang eða súkkulaði. Við þessa blöndun fer strax af stað efnahvarf sem gefur af sér vatn, salt og það sem mestu máli skiptir, koltvíildi (koldíoxíð, CO2).Loftbólurnar sem myndast við efnahvarfið þenjast svo enn frekar út við hitann í ofninum og gera kökuna léttari og loftmeiri. Það skiptir máli að setja deig með matarsóda sem fyrst í ofninn því ef loftbólurnar ná að springa áður en deigið fer í ofninn er hætta á að kakan lyfti sér ekki.Hins vegar er notað lyftiduft þegar: Lyftiduft er algengasta lyftiefni í kökuuppskriftum. Það er yfirleitt blanda af matarsóda og vínsteinsdufti (e. cream of tartar) auk þess sem í því eru önnur efni svo sem hveiti, kartöflumjöl, maíssterkja, álefni eða fosföt. Við notkun þess gerist það sama og með matarsóda, þegar efnið kemst í snertingu við vökva verða efnahvörf sem leiða til þess að koltvíildisbólur myndast og þenjast enn frekar út við hitann í ofninum. Munurinn er hins vegar sá að þegar notað er lyftiduft er ekki eins mikilvægt að hafa sýruvaldandi hráefni í deiginu þar sem búið er að blanda sýrugjafa í lyftiduftið. Almenna reglan er því sú að ef notar lyftiduft þá er hægt að nota það eitt og sér og setja beint útí með þurrefnum en ef notar matarsóda þá þarf einhverja sýru eða vökva til að virkja það og vissara er að koma deigi með matarsóda sem fyrst inn í ofn svo kakan lyfti sér. Þá er almennt talið að matarsódi geymist lengur heldur en lyftiduft. Ef þú setur lyftiduft útí vatn og vatnið freyðir þá er það enn í lagi.
Matur Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira