Veiði

Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum

Karl Lúðvíksson skrifar
Mynd: www.hreggnasi.is
Nú liður að lokum veiðitímabilsins og það verður ekki annað sagt en að frábært sumar sé senn að lokum komið.

Það þorði engin í raun að spá fyrir um það hvernig veiðin yrði í sumar og það af augljósum ástæðum enda var veiðin í fyrra, eins og oft hefur komið fram, með eindæmum léleg. Það er ekki þannig með sumarið 2015 sem fer í bækurnar sem eitt af bestu sumrum frá því að skráningar hófust. Lokatölur berast nú frá ánum en áfram er veitt í nokkrum sjálfbæru ánum og Rangárnar loka ekki fyrr en í október svo það er ennþá fínn tími framundan fyrir þá sem hafa ekki ennþá sefað veiðigleðina eftir sumarið.

Ef við skoðum aðeins lokatölur úr þeim ám sem þegar hafa lokað þá er Norðurá með 2886 laxa en var með 924 laxa í fyrra. Þverá/Kjarrá lýkur sumrinu með 2364 löxum en var með 1195 laxa í fyrra. Haffjarðará er með 1660 laxa en 821 lax í fyrra. Laugardalsá er með 521 lax í sumar en lokatölur vantar frá því í fyrra. Búðardalsá er með 466 laxa á móti 247 löxum í fyrra. Straumarnir eru með 339 laxa en þar vantar líka lokatölur fyrir sumarið 2014. Heildarlistinn yfir veiðina í sumar er að finna á heimasíðu Landssambands Veiðifélaga og er hann uppfærður vikulega og hann má finna í heild sinni hér.

 





×