Mahindra að kaupa Pininfarina Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 09:41 Pininfarina hefur teiknað margan fagran fákinn. Ítalska hönnunarfyrirtækið Pininfarina hefur teiknað marga af fallegustu bílum heims, þar á meðal Ferrari 250 GT og F355. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að yfirvofandi er gjaldþrot fyrirtækisins og hefur það verið rekið með tapi í 10 af síðustu 11 árum. Pininfarina hefur gengið afar illa á síðustu árum, ekki síst eftir að tekin var sú ákvörðun innan raða þess að yfirgefa bílabransann árið 2011 og beina spjótunum að annarri hönnun. Nú er svo komið að það þarf utanaðkomandi aðstoð til að bjarga fyrirtækinu frá gjáldþroti. Sú aðstoð virðist þó vera innan seilingar, því indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra ætlar einfaldlega að kaupa fyrirtækið og með því bjarga því frá gjaldþroti. Viðræður hafa farið fram á milli fyrirtækjanna undanfarnar vikur og munu þær líklega enda með kaupum. Mahindra & Mahindra hefur einu sinni nýtt sér starfskrafta Pininfarina, en ítalska hönnunarhúsið teiknaði Mahindra Halo tilraunabílinn sem sýndur var í fyrra. Mahindra hefur greinilega vel líkað og ætlar í framhaldinu að hefja upp ímynd bíla sinna með því að hafa svo virt hönnunahús innan vébanda fyrirtækisins.Mahindra Halo tilraunarafmagnsbíllinn. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Ítalska hönnunarfyrirtækið Pininfarina hefur teiknað marga af fallegustu bílum heims, þar á meðal Ferrari 250 GT og F355. Það hefur þó ekki komið í veg fyrir að yfirvofandi er gjaldþrot fyrirtækisins og hefur það verið rekið með tapi í 10 af síðustu 11 árum. Pininfarina hefur gengið afar illa á síðustu árum, ekki síst eftir að tekin var sú ákvörðun innan raða þess að yfirgefa bílabransann árið 2011 og beina spjótunum að annarri hönnun. Nú er svo komið að það þarf utanaðkomandi aðstoð til að bjarga fyrirtækinu frá gjáldþroti. Sú aðstoð virðist þó vera innan seilingar, því indverski bílaframleiðandinn Mahindra & Mahindra ætlar einfaldlega að kaupa fyrirtækið og með því bjarga því frá gjaldþroti. Viðræður hafa farið fram á milli fyrirtækjanna undanfarnar vikur og munu þær líklega enda með kaupum. Mahindra & Mahindra hefur einu sinni nýtt sér starfskrafta Pininfarina, en ítalska hönnunarhúsið teiknaði Mahindra Halo tilraunabílinn sem sýndur var í fyrra. Mahindra hefur greinilega vel líkað og ætlar í framhaldinu að hefja upp ímynd bíla sinna með því að hafa svo virt hönnunahús innan vébanda fyrirtækisins.Mahindra Halo tilraunarafmagnsbíllinn.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent