Hvað fékk Volkswagen til að svindla? Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 13:15 Dísilvél frá Volkswagen. Margir velta því vafalaust fyrir sér hvað rak Volkswagen til þess að svindla svo gróflega á mengunarreglum þeim sem bílasmiðum eru settar í Bandaríkjunum og víðar. Fyrir því hljóta að vera góðar og gildar ástæður þó segja megi að aldrei séu gildar ástæður til að svindla. Þegar þróun dísilvéla stóð sem hæst og heimurinn var sem meðtækilegastur fyrir dísilvélum og lágri eyðslu þeirra stóð Volkswagen frammi fyrir afar lágri sölu dísilbíla í Bandaríkjunum og reyndar almennt fremur dræmri sölu þar. Því þurfti fyrirtækið að bjóða markaðnum þar uppá einstök sölurök. Auðvitað hljómaði það vel að aflmiklar dísilvélar þeirra menguðu mjög lítið. Þær eyddu líka mjög litlu og auk þess voru bílar þeirra á mjög hagstæðu verði og verð dísilolíu var lágt. Pottþétt formúla til að selja bíla, bara ef það hefði nú verið satt.Átti að koma dísilbílum á kortið í BandaríkjunumVolkswagen fullyrti að fyrirtækinu hefði tekist að framleiða dísilvélar sem eyddu 90% af sótmengun þeirra með fullkomnum mengunarbúnaði. Haft var eftir yfirmanni vélaframleiðslu Volkswagen árið 2008 að með þessari nýju tækni væri komin fram vél sem myndi koma sölu dísilbíla verulega á kortið í Bandaríkjunum. Ef að mengunarbúnaður þeirra hefði alltaf verið í gangi og ekki slökkt á honum í almennum akstri hefði bæði eyðslan og mengunin rokið upp og það sem fullyrt hefði verið í auglýsingum hefði engan vegin staðist. Ef að slökknaði á mengunabúnaðinum, rétt eins og svindlhugbúnaðurinn einmitt gerði í venjulegum akstri, jókst mengunin hinsvegar og varð allt að 20 sinnum meiri í tilfelli Volkswagen Passat og 35 sinnum meiri í tilfelli Volkswagen Jetta, eins og prófessorar og nemendur í West Virginia háskólanum fundu út.Mjög dýr mengunarvarnarbúnaðurVandinn við smíði dísilvéla sem hlýta öllum þeim ströngu mengunarreglum sem bílasmiðum eru settar er líka sá að mjög dýrt er að útbúa þá búnaði sem dugar til. Með Euro5 stöðlunum kostar það um 700 evrur í hvern bíl, eða um 100.000 kr. En með Euro6 staðlinum er kostnaðurinn kominn uppí 1.300 evrur eða tæplega 190.000 kr. Þessi kostnaður er orðinn svo hár að samkeppnin við bensínbíla er orðinn fremur óraunhæfur. Þessi vandi með dísilvélar sem nú er orðin heimsbyggðinni æ ljósari mun líklega gera það að verkum að dísilbílar munu fara nokkuð hallloka í samkepninni við bensínbíla. Fyrirsjánleg fækkun bíla með dísilvélarÞví má búast við því að bílaframleiðendur fækki þeim bílgerðum mjög sem eru með dísilvélar, en það gerist ekki á einni nóttu. Sala þeirra gæti farið hratt niður eingöngu vegna þeirrar slæmu umræðu sem dísilvélar hafa fengið í kjölfar hneykslis Volkswagen. Það mun ekki breyta miklu fyrir Bandaríkin en þar er sala dísilbíla aðeins um 4% af heildarsölunni, en í mörgum löndum Evrópu eru dísilbílar meira en helmingur hennar. Auk þess er dísilolía nú dýrari þar en bensín, rétt eins og hér á landi og bensín orðið afar ódýrt þar aftur. Því hjálpar lágt verð bensíns í Bandaríkjunum ekki til að selja eyðslugranna dísilbíla þar, en það er enn dísilbílum til hróss að þeir eyða almennt færri lítrum eldsneytis en bensínbílar. Fréttaskýringar Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent
Margir velta því vafalaust fyrir sér hvað rak Volkswagen til þess að svindla svo gróflega á mengunarreglum þeim sem bílasmiðum eru settar í Bandaríkjunum og víðar. Fyrir því hljóta að vera góðar og gildar ástæður þó segja megi að aldrei séu gildar ástæður til að svindla. Þegar þróun dísilvéla stóð sem hæst og heimurinn var sem meðtækilegastur fyrir dísilvélum og lágri eyðslu þeirra stóð Volkswagen frammi fyrir afar lágri sölu dísilbíla í Bandaríkjunum og reyndar almennt fremur dræmri sölu þar. Því þurfti fyrirtækið að bjóða markaðnum þar uppá einstök sölurök. Auðvitað hljómaði það vel að aflmiklar dísilvélar þeirra menguðu mjög lítið. Þær eyddu líka mjög litlu og auk þess voru bílar þeirra á mjög hagstæðu verði og verð dísilolíu var lágt. Pottþétt formúla til að selja bíla, bara ef það hefði nú verið satt.Átti að koma dísilbílum á kortið í BandaríkjunumVolkswagen fullyrti að fyrirtækinu hefði tekist að framleiða dísilvélar sem eyddu 90% af sótmengun þeirra með fullkomnum mengunarbúnaði. Haft var eftir yfirmanni vélaframleiðslu Volkswagen árið 2008 að með þessari nýju tækni væri komin fram vél sem myndi koma sölu dísilbíla verulega á kortið í Bandaríkjunum. Ef að mengunarbúnaður þeirra hefði alltaf verið í gangi og ekki slökkt á honum í almennum akstri hefði bæði eyðslan og mengunin rokið upp og það sem fullyrt hefði verið í auglýsingum hefði engan vegin staðist. Ef að slökknaði á mengunabúnaðinum, rétt eins og svindlhugbúnaðurinn einmitt gerði í venjulegum akstri, jókst mengunin hinsvegar og varð allt að 20 sinnum meiri í tilfelli Volkswagen Passat og 35 sinnum meiri í tilfelli Volkswagen Jetta, eins og prófessorar og nemendur í West Virginia háskólanum fundu út.Mjög dýr mengunarvarnarbúnaðurVandinn við smíði dísilvéla sem hlýta öllum þeim ströngu mengunarreglum sem bílasmiðum eru settar er líka sá að mjög dýrt er að útbúa þá búnaði sem dugar til. Með Euro5 stöðlunum kostar það um 700 evrur í hvern bíl, eða um 100.000 kr. En með Euro6 staðlinum er kostnaðurinn kominn uppí 1.300 evrur eða tæplega 190.000 kr. Þessi kostnaður er orðinn svo hár að samkeppnin við bensínbíla er orðinn fremur óraunhæfur. Þessi vandi með dísilvélar sem nú er orðin heimsbyggðinni æ ljósari mun líklega gera það að verkum að dísilbílar munu fara nokkuð hallloka í samkepninni við bensínbíla. Fyrirsjánleg fækkun bíla með dísilvélarÞví má búast við því að bílaframleiðendur fækki þeim bílgerðum mjög sem eru með dísilvélar, en það gerist ekki á einni nóttu. Sala þeirra gæti farið hratt niður eingöngu vegna þeirrar slæmu umræðu sem dísilvélar hafa fengið í kjölfar hneykslis Volkswagen. Það mun ekki breyta miklu fyrir Bandaríkin en þar er sala dísilbíla aðeins um 4% af heildarsölunni, en í mörgum löndum Evrópu eru dísilbílar meira en helmingur hennar. Auk þess er dísilolía nú dýrari þar en bensín, rétt eins og hér á landi og bensín orðið afar ódýrt þar aftur. Því hjálpar lágt verð bensíns í Bandaríkjunum ekki til að selja eyðslugranna dísilbíla þar, en það er enn dísilbílum til hróss að þeir eyða almennt færri lítrum eldsneytis en bensínbílar.
Fréttaskýringar Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent