Viðskipti innlent

Kynningu stöðugleikaframlags frestað

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm
Kynning sem fyrirhuguð var í dag klukkan 10 á stöðugleikaskilyrðum og nauðasamningum þrotabúa föllnu bankanna hefur verið frestað.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands en kynningin átti að vera samhliða útgáfu ritsins Fjármálastöðugleiki. Í tilkynningu bankans kemur fram að útgáfudagur ritsins, dagurinn í dag, hafi verið óheppilegur þar sem ekki hafi tekist að ljúka því samráðs-og kynningarferli „sem reiknað var með að yrði lokið áður en ritið yrði birt.“

Ekki liggur fyrir hvenær ritið verður gefi út og hvenær stöðugleikaskilyrðin verða því kynnt.


Tengdar fréttir

Samþykkt að greiða 120 milljarða í stöðugleikaframlag

Samþykkt var á kröfuhafafundi Kaupþings að greiða um 120 milljarða króna í stöðugleikafram. Það samsvarar um fjórtán prósent af eignum Kaupþings. Tillagan var samþykkt með 99,99 prósent atkvæða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×