Lífið

Fjöldi tók þátt í dansprufum fyrir The Color Run

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Það var létt yfir dönsurunum sem mættu í prufurnar.
Það var létt yfir dönsurunum sem mættu í prufurnar.
„Við prófuðum dálítið nýtt sem ég hef aldrei gert áður í prufum en við fengum fólk til að taka örlítið sóló því það er það sem það mun þurfa að gera í sumar,“ segir dansarinn Yesmin Olsson en hún fór fyrir dansprufum fyrir The Color Run.

Aðstandendur hlaupsins leituðu að dansunnendum til að leiða hlauparana í hópdansi. Prufurnar fóru fram í Sporthúsinu í Kópavogi síðastliðinn sunnudag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði var mikill áhugi dansunnenda á að fá að taka þátt í skemmtuninni og bíður aðstandenda The Color Run það erfiða verkefni að velja úr góðum hópi dansara sem létu ljós sitt skína.

The Color Run fer fram 6. júní en sex tonn af litapúðri eru væntanleg til landsins til að gestirnir verði sem litríkastir í lok þess. Hlaupið er ekki hefðbundið, þar sem mestu skiptir að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur sé það upplifun og skemmtun þátttakenda sem er í fyrirrúmi.

Hlaupið er fimm kílómetra langt og fara hlauparar í gegnum litastöðvar á kílómeters fresti. Þar taka starfsmenn hlaupsins á móti þeim og kasta yfir þau einhverjum ákveðnum lit, sem unninn er úr kartöflumjöli.

Við áttum frábæran dag í Sporthúsinu með glæsilegum dönsurum sem komu í dans-prufur.

Posted by The Color Run Iceland on Monday, 27 April 2015

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.