Lífið

Tvífættur hvolpur fékk þrívíddarprentað stoðtæki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Tumble
Tumble skjáskot
Tvífætti hvolpurinn Tumble datt í lukkupottinn á dögunum þegar vísindamenn frá Ohio University Innovation Lab komu færandi hendi.

Þeir höfðu þrívíddarprentað handa honum hjólastól sem hann mun geta notað í stað framfóta.

Í myndbandi sem vefsíðan Insider birti á dögunum, og sjá má hér að neðan, segir að prentunin hafi tekið 14 klukkustundir og að Tumble sé ennþá að venjast hinu nýja stoðtæki.

This little pup was born without front legs. That's why he just got some WHEELS.

Posted by INSIDER on Friday, 20 November 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×