Sport

Bjarki Þór Evrópumeistari

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Bjarki Þór fagnar sigrinum.
Bjarki Þór fagnar sigrinum. Instagram/Mjölnir
Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun.

Bjarki Þór keppti í veltivigtinni (77 kg) sem var stærsti flokkur mótsins. Bardaginn hans í dag var sá fimmti á fjórum dögum og átti hann einfaldlega frábæra frammistöðu á mótinu.

Búlgarinn, Dorian Dermendzhiev, hafði klárað alla bardaga sína á mótinu með uppgjafartaki í 1. lotu. Bjarki Þór varðist hins vegar öllum árásum Búlgarans og hafði mikla yfirburði í seinni lotum bardagans.

Fyrr í dag hafði Sunna Rannveig Davíðsdóttir tekið gull í sínum flokki og þá tók Pétur Jóhannes Óskarsson brons í sínum flokki. Mjölnir fer því heim með þrjú verðlaun af þessu stóra móti.

Þetta er í fyrsta sinn sem Evrópumótið er haldið og voru 180 keppendur skráðir til leiks frá 30 löndum. 

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×