Al Attiyah vann París - Dakar Finnur Thorlacius skrifar 19. janúar 2015 09:21 Al Attiyah á fullu gasi í keppninni. Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000. Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent
Nasser Al Attiyah frá Qatar hafði sigur í bílaflokki þolakstursins París - Dakar, rétt eins og hann gerði árið 2011. Al Attiyah ók Mini bíl og er þetta fjórða árið í röð sem sigurvegarinn ekur á Mini. Það kórónar svo góðan árangur Mini í keppninni að í sætum 3, 4 og 5 vorum einnig bílar af Mini gerð. Í öðru sæti varð frakkinn Giniel de Villiers á Toyota Hilux bíl. Al Attiyah náði sigri á 5 dagleiðum af alls 13 og hafði á endanum ríflega hálftíma forystu á næsta keppanda. Í mótorhjólaflokki vann Spánverjinn Marco Coma á KTM 450 Rally hjóli, en Coma vann einnig í fyrra og hefur alls unnið mótorhjólaflokkinn fimm sinnum. Eins og oftast áður var það rússneska Kamaz liðið sem hafði sigur í trukkaflokki, en það hefur unnið síðustu 3 ár og í 12 skipti síðan árið 2000.
Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent