Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2015 08:30 Conor McGregor fagnar hér sigri í nótt. Vísir/Getty Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. Conor McGregor tryggði sér sigur á tæknilegu rothöggi þegar 1:54 mínútur voru eftir af annarri lotu en dómarinn stoppaði þá bardagann. McGregor náði þá góðu vinstri höggi á Dennis Siver og fylgdi því eftir með nokkrum góðum olnbogahöggum án þess að Dennis Siver kæmi vörnum við. „Ég sagði tvær mínútur en ég meinti tvær lotur," sagði Conor McGregor eftir bardagann og baðst afsökunar á að hafa ekki farið rétt með í kyndingum sínum fyrir kvöldið en hann spáði þá að það tæki hann aðeins tvær mínútur að klára bardagann. „Þetta var þægilegt allan tímann. Ég held að enginn af þessum fjaðurvigtarstrákum geti ógnað mér eitthvað. Þeir eru allir að tala en enginn þeirra talar þó um hæfileika eða tækni því þeir vita að þar er ég er í sérflokki," sagði Conor McGregor yfirlýsingaglaður að venju. Conor McGregor hefur nú unnið 17 af 19 bardögum sínum þar af þrjá þá síðustu á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor hefur æft með Gunnari Nelson undanfarin ár og eru þeir góðir félagar. Gunnar lýsti bardaganum á Stöð 2 Sport í nótt. Conor McGregor er mikill sýningarkarl og um leið og hann hafði unnið bardagann var hann farinn að stríða næsta mótherja. Sá heitir Jose Aldo og var staddur í salnum og McGregor fór beint til hans þegar sigurinn var í höfn. MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. Conor McGregor tryggði sér sigur á tæknilegu rothöggi þegar 1:54 mínútur voru eftir af annarri lotu en dómarinn stoppaði þá bardagann. McGregor náði þá góðu vinstri höggi á Dennis Siver og fylgdi því eftir með nokkrum góðum olnbogahöggum án þess að Dennis Siver kæmi vörnum við. „Ég sagði tvær mínútur en ég meinti tvær lotur," sagði Conor McGregor eftir bardagann og baðst afsökunar á að hafa ekki farið rétt með í kyndingum sínum fyrir kvöldið en hann spáði þá að það tæki hann aðeins tvær mínútur að klára bardagann. „Þetta var þægilegt allan tímann. Ég held að enginn af þessum fjaðurvigtarstrákum geti ógnað mér eitthvað. Þeir eru allir að tala en enginn þeirra talar þó um hæfileika eða tækni því þeir vita að þar er ég er í sérflokki," sagði Conor McGregor yfirlýsingaglaður að venju. Conor McGregor hefur nú unnið 17 af 19 bardögum sínum þar af þrjá þá síðustu á tæknilegu rothöggi. Conor McGregor hefur æft með Gunnari Nelson undanfarin ár og eru þeir góðir félagar. Gunnar lýsti bardaganum á Stöð 2 Sport í nótt. Conor McGregor er mikill sýningarkarl og um leið og hann hafði unnið bardagann var hann farinn að stríða næsta mótherja. Sá heitir Jose Aldo og var staddur í salnum og McGregor fór beint til hans þegar sigurinn var í höfn.
MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira