Lífið

Hlekkjar sig við brennandi víkingaskip

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Dean Gunnarsson ætlar að hlekkja sig við brennandi víkingaskip og reyna að sleppa lifandi frá því.
Dean Gunnarsson ætlar að hlekkja sig við brennandi víkingaskip og reyna að sleppa lifandi frá því.
Kanadíski “Escape” listamaðurinn og Vestur-Íslendingurinn Dean Gunnarsson hyggst hlekkja sig við brennandi víkingaskip, reyna að losa sig og synda í land áður en hann verður eldinum að bráð. Dean ætlaði að láta til skarar skríða klukkan 16 í dag en varð að fresta áhættuatriðinu vegna veðurs, þar sem ekki tókst að ná skipinu á flot. 

Atriðið mun þó fara fram við Sólfarið á Sæbrautinni og eru áhorfendur velkomnir. Aðgangur er ókeypis og eru áhugasamir hvattir til að fylgjast með tímasetningunni á Facebook-síðu viðburðarins. 

„Það er búið að vera ansi erfitt að finna hentugan tíma fyrir viðburðinn vegna slæmra veðurskilyrða og ég held það megi alveg segja að Dean sé dálítið kvíðinn fyrir þessu. Sjórinn er svo líka ískaldur og hann sagði við mig áðan að hann býst við að þurfa bara að sitja við ofn allan daginn á morgun,“ segir Ásdís Björg Jóhannesdóttir, kynningarfulltrúi Deans, í samtali við Vísi.

Viðburðurinn er hluti af sjónvarpsþættinum Escape or die! en í þættinum er fylgst með Dean þar sem hann ferðast um heiminn og reynir að bjarga sér úr lífshættulegum aðstæðum.

Hann hefur meðal annars verið grafinn lifandi í París og hent handjárnuðum út úr flugvél í Japan. Þá hefur Dean einnig komið áður til Íslands en þá var hann hlekkjaður ofan í vatni.

Hér að neðan má sjá myndbönd úr þætti Deans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×