Lífið

Frumsýning Óla Prik: Sjáðu myndirnar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vísir/Ernir Eyjólfsson
Líf og fjör var á frumsýningu heimildamyndarinnar Óli Prik, sem fjallar um handboltamanninn Ólaf Stefánsson. Árni Sveinsson, leikstjóri myndarinnar, fylgdi Óla eftir eins og skugginn í eitt og hálft ár við gerð myndarinnar.

Myndin fjallar um þann tíma þegar Ólafur flytur heim til Íslands, eftir að hafa verið 17 ár í atvinnumennsku. 

Ernir Eyjólfsson ljósmyndari Vísis var á frumsýningunni í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. Í myndskeiðinu hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Íslands í dag um Óla Prik.

Olga, Ólafur Stefánsson, Boris, Grímar Jónsson og Árni Sveinsson. Bæði Boris og Olga koma fram í myndinni.
Þorsteinn Einarsson, Tryggvi Agnarsson, Soffía Ingibjörg Guðmundsdóttir.
Ólafur Stefánsson handboltakappi og Árni Sveinsson leikstjóri eru hér ásamt þeim Olgu og Boris, sem fram koma í myndinni, og Grímari Jónssyni.Vísir/Ernir Eyjólfsson
Tengdaforeldrar Ólafs, Þorsteinn Einarsson og Soffía Ingibjörg Guðmundsdóttir, eru hér með Tryggva Agnarssyni, uppeldisföður Ólafs, sem er fyrir miðju á myndinni.Vísir/Ernir Eyjólfsson
Emilíana Brynjólfsdóttir, Emilía Dögg og Sonja Björk Jónsdóttir.
Aðalheiður Sveinsdóttir, Sigrún Hermanns og Hrönn Sveinsdóttir. Sigrún er móðir Árna Sveins.
Þórunn og Hannes.
Þóra Hallgrímsdóttir og Sigríður Thorlacius.
Atli Fannar Bjarkason og Lilja Kristjánsdóttir.
Þóra Arnórsdóttir og Svavar Halldórsson.
Eldar Ástþórsson og Eva Einarsdóttir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.