Spá 1,1% aukningu hagvaxtar vegna meiri loðnukvóta ingvar haraldsson skrifar 3. febrúar 2015 17:29 Hagfræðideild Landsbankinn spáir því að hagvöxtur muni aukast um 1,1 prósent vegna hækkunar á leyfilegum hámarksafla loðnu um 320 þúsund tonn, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. vísir/óskar Hagfræðideild Landsbankinn spáir því að hagvöxtur muni aukast um 1,1 prósent vegna hækkunar á leyfilegum hámarksafla loðnu um 320 þúsund tonn, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Bankinn segir veiðina á síðasta ári hafa verið afar slaka þar sem einungis veiddust 112 þúsund tonn. Því gæti verið um mikla breytingu að ræða veiðist allt aflamarkið. Landsbankinn spáði 4,3 prósent hagvexti á árinu 2015 í nóvember síðastliðnum. Aukin loðnuveiði, gætu því, að öðru óbreyttu, leitt til þess að hagvöxtur yfir árið í heild verði 5,4 prósent. Óvissa um nákvæð áhrif Þó telur Landsbankinn að töluverð óvissa sé um um nákvæm áhrif aukinna loðnuveiða á hagvöxt. „Sú óvissa felst m.a. í því hversu mikið af hrognum tekst að vinna úr loðnunni sem veiðist en þar er um að ræða töluvert verðmæta afurð. Það eykur einnig óvissuna að hlutfall af veiddu magni og útfluttu magni, sem myndar grunn fyrir útflutningsverðmæti, hefur verið breytilegt yfir tíma. Það hlutfall markast að miklu leyti af því hversu mikið er fryst og hversu mikið fer í lýsi og mjöl.“ Landsbankinn bendir á að mjög sterkt neikvætt samband hafi verið á milli annars vegar heildarafla og hlutfalls hrognatöku. „Það helgast fyrst og fremst af því að þegar kvótinn hefur verið lítill hafa útgerðarfyrirtæki beðið með að veiða loðnuna alveg fram að hrygningu til að tryggja hámarksmagn af hrognum. Þegar kvótinn hefur verið mikill hafa fyrirtækin einfaldlega þurft að veiða af kappi alla vertíðina til að ná að veiða sem mest áður en loðnan drepst. Þetta hefur þó breyst á síðustu árum með betri búnaði og eru fyrirtækin farin að geta stýrt því betur hvenær þau veiða loðnu m.t.t. þess að hámarka aflaverðmæti,“ segir í greiningu bankans. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankinn spáir því að hagvöxtur muni aukast um 1,1 prósent vegna hækkunar á leyfilegum hámarksafla loðnu um 320 þúsund tonn, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Bankinn segir veiðina á síðasta ári hafa verið afar slaka þar sem einungis veiddust 112 þúsund tonn. Því gæti verið um mikla breytingu að ræða veiðist allt aflamarkið. Landsbankinn spáði 4,3 prósent hagvexti á árinu 2015 í nóvember síðastliðnum. Aukin loðnuveiði, gætu því, að öðru óbreyttu, leitt til þess að hagvöxtur yfir árið í heild verði 5,4 prósent. Óvissa um nákvæð áhrif Þó telur Landsbankinn að töluverð óvissa sé um um nákvæm áhrif aukinna loðnuveiða á hagvöxt. „Sú óvissa felst m.a. í því hversu mikið af hrognum tekst að vinna úr loðnunni sem veiðist en þar er um að ræða töluvert verðmæta afurð. Það eykur einnig óvissuna að hlutfall af veiddu magni og útfluttu magni, sem myndar grunn fyrir útflutningsverðmæti, hefur verið breytilegt yfir tíma. Það hlutfall markast að miklu leyti af því hversu mikið er fryst og hversu mikið fer í lýsi og mjöl.“ Landsbankinn bendir á að mjög sterkt neikvætt samband hafi verið á milli annars vegar heildarafla og hlutfalls hrognatöku. „Það helgast fyrst og fremst af því að þegar kvótinn hefur verið lítill hafa útgerðarfyrirtæki beðið með að veiða loðnuna alveg fram að hrygningu til að tryggja hámarksmagn af hrognum. Þegar kvótinn hefur verið mikill hafa fyrirtækin einfaldlega þurft að veiða af kappi alla vertíðina til að ná að veiða sem mest áður en loðnan drepst. Þetta hefur þó breyst á síðustu árum með betri búnaði og eru fyrirtækin farin að geta stýrt því betur hvenær þau veiða loðnu m.t.t. þess að hámarka aflaverðmæti,“ segir í greiningu bankans.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira