Maðurinn sem er alltaf að grúska í einhverju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2015 13:00 "Ég hef voða gaman af sögum og sekk mér ofan í viss efni,“ segir Jón Karl. Vísir/Stefán „Það verður ekkert tilstand, bara smá boð fyrir vini og vandamenn,“ segir Jón Karl Helgason spurður um veisluhald í tilefni sextugsafmælisins í dag. Jón Karl byrjaði rétt rúmlega tvítugur í kvikmyndagerð og hún hefur átt hug hans síðan. Hann vinnur sjálfstætt að sínum verkefnum og er með mörg í gangi í einu. Segir kvikmyndagerðina hafa gefið sér ánægju en enga aðra fjársjóði. „En ég ætlaði alltaf í kvikmyndun,“ segir hann og kveðst ábyggilega vera fyrsti íslenski karlmaðurinn sem lærði förðun. „Ég fór í snyrtiskólann sem Margrét Hjálmtýsdóttir stýrði og veturinn 1981, mánuði eftir morðið á John Lennon, fór ég til New York að læra meira í leikhús- og kvikmyndaförðun.“ Heimkominn frá Ameríku kveðst hann hafa farðað persónur í myndunum Jón Oddur og Jón Bjarni, Punktur punktur komma strik og verið aðstoðarhljóðmaður í Á hjara veraldar. „Ég lærði kvikmyndatökur bara með því að vinna við þær, meðal annars með Friðriki Þór og Ara Kristins. Það þótti svolítið gott að ráða mig því ég gat farðað og verið aðstoðarmyndatökumaður og jafnvel í búningum. Svo var ég auðvitað að hjálpa til í leikmyndum líka. Eftir að Friðrik Þór var búinn að frumsýna Njálsbrennu í Háskólabíói fórum við austur í Hornafjörð og gerðum myndina Eldsmiðinn. Þar var ég hljóðmaður og í Rokki í Reykjavík sem við framleiddum var ég með eina af mörgum kvikmyndavélum. Ég hef tekið nokkrar bíómyndir. Sú síðasta var Vildspor, dönsk mynd frá 1998 með Mads Mikkelsen og Nikolaj Coster Waldau. Þeir voru rísandi stjörnur þá í Danmörku og orðnir stórstjörnur á alheimsvísu núna. Eftir það hef ég verið í heimildarmyndum og unnið við sjónvarp, til dæmis með Völu Matt, síðast í Heilsugenginu.“ Mótmælandi Íslands, Heimsmethafinn í Vitanum, Sundið og Álfahöllin eru meðal heimildarmynda eftir Jón Karl. Nú er hann með mynd um Tómas R. Einarsson tónlistarmann í vinnslu og aðra um taílenska fjölskyldu, sem hann hefur fylgst með í tíu ár. „Ég er líka með mynd um Pompei norðursins, húsin sem fóru undir vikur í Vestmannaeyjum og aðra um sundlaugar. Svo safna ég ísbjarnarsögum þannig að ef einhver lumar á slíkum sögum þá má hann eða hún hafa samband.“ En hver er maðurinn Jón Karl? laumast ég til að spyrja. „Maðurinn sem er alltaf að grúska í einhverju. Ég hef voða gaman af sögum og sekk mér ofan í viss efni,“ svarar hann. Af hverju yfirvaraskegg? „Þegar ég var tíu ára var ég í sveit í Hvallátrum á Breiðafirði og þar kemur bátur að og um borð er kona sem gengur til mín og segir: „Þú ert þó ekki sonur hans Helga Hallssonar?“ Jú, það passaði. Þegar ég var sextán ára var ég að vinna í Áburðarverksmiðjunni við að stafla 50 kílóa áburðarpokum á flutningabíl, þá kemur maður þar að, horfir á mig og segir: „Heyrðu, þú ert þó ekki bróðir hans Helga Hallssonar?“ Þannig að til að fyrirbyggja að einhver spyrði mig næst: „Heyrðu, þú ert þó ekki faðir hans Helga Hallssonar“ ákvað ég að safna þessu yfirvaraskeggi til að skera mig aðeins úr.“ Jón Karl kveðst iðka sund reglulega og hafa gert lengi. „Ég byrjaði í líkamsrækt fyrir tveimur árum og þá yngdist ég um tíu ár. Svo byrjaði ég með nýrri konu, Friðgerði Guðmundsdóttur, og þá yngdist ég um önnur tíu. Þannig að ég er ekki einu sinni orðinn fertugur!“ Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira
„Það verður ekkert tilstand, bara smá boð fyrir vini og vandamenn,“ segir Jón Karl Helgason spurður um veisluhald í tilefni sextugsafmælisins í dag. Jón Karl byrjaði rétt rúmlega tvítugur í kvikmyndagerð og hún hefur átt hug hans síðan. Hann vinnur sjálfstætt að sínum verkefnum og er með mörg í gangi í einu. Segir kvikmyndagerðina hafa gefið sér ánægju en enga aðra fjársjóði. „En ég ætlaði alltaf í kvikmyndun,“ segir hann og kveðst ábyggilega vera fyrsti íslenski karlmaðurinn sem lærði förðun. „Ég fór í snyrtiskólann sem Margrét Hjálmtýsdóttir stýrði og veturinn 1981, mánuði eftir morðið á John Lennon, fór ég til New York að læra meira í leikhús- og kvikmyndaförðun.“ Heimkominn frá Ameríku kveðst hann hafa farðað persónur í myndunum Jón Oddur og Jón Bjarni, Punktur punktur komma strik og verið aðstoðarhljóðmaður í Á hjara veraldar. „Ég lærði kvikmyndatökur bara með því að vinna við þær, meðal annars með Friðriki Þór og Ara Kristins. Það þótti svolítið gott að ráða mig því ég gat farðað og verið aðstoðarmyndatökumaður og jafnvel í búningum. Svo var ég auðvitað að hjálpa til í leikmyndum líka. Eftir að Friðrik Þór var búinn að frumsýna Njálsbrennu í Háskólabíói fórum við austur í Hornafjörð og gerðum myndina Eldsmiðinn. Þar var ég hljóðmaður og í Rokki í Reykjavík sem við framleiddum var ég með eina af mörgum kvikmyndavélum. Ég hef tekið nokkrar bíómyndir. Sú síðasta var Vildspor, dönsk mynd frá 1998 með Mads Mikkelsen og Nikolaj Coster Waldau. Þeir voru rísandi stjörnur þá í Danmörku og orðnir stórstjörnur á alheimsvísu núna. Eftir það hef ég verið í heimildarmyndum og unnið við sjónvarp, til dæmis með Völu Matt, síðast í Heilsugenginu.“ Mótmælandi Íslands, Heimsmethafinn í Vitanum, Sundið og Álfahöllin eru meðal heimildarmynda eftir Jón Karl. Nú er hann með mynd um Tómas R. Einarsson tónlistarmann í vinnslu og aðra um taílenska fjölskyldu, sem hann hefur fylgst með í tíu ár. „Ég er líka með mynd um Pompei norðursins, húsin sem fóru undir vikur í Vestmannaeyjum og aðra um sundlaugar. Svo safna ég ísbjarnarsögum þannig að ef einhver lumar á slíkum sögum þá má hann eða hún hafa samband.“ En hver er maðurinn Jón Karl? laumast ég til að spyrja. „Maðurinn sem er alltaf að grúska í einhverju. Ég hef voða gaman af sögum og sekk mér ofan í viss efni,“ svarar hann. Af hverju yfirvaraskegg? „Þegar ég var tíu ára var ég í sveit í Hvallátrum á Breiðafirði og þar kemur bátur að og um borð er kona sem gengur til mín og segir: „Þú ert þó ekki sonur hans Helga Hallssonar?“ Jú, það passaði. Þegar ég var sextán ára var ég að vinna í Áburðarverksmiðjunni við að stafla 50 kílóa áburðarpokum á flutningabíl, þá kemur maður þar að, horfir á mig og segir: „Heyrðu, þú ert þó ekki bróðir hans Helga Hallssonar?“ Þannig að til að fyrirbyggja að einhver spyrði mig næst: „Heyrðu, þú ert þó ekki faðir hans Helga Hallssonar“ ákvað ég að safna þessu yfirvaraskeggi til að skera mig aðeins úr.“ Jón Karl kveðst iðka sund reglulega og hafa gert lengi. „Ég byrjaði í líkamsrækt fyrir tveimur árum og þá yngdist ég um tíu ár. Svo byrjaði ég með nýrri konu, Friðgerði Guðmundsdóttur, og þá yngdist ég um önnur tíu. Þannig að ég er ekki einu sinni orðinn fertugur!“
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Sjá meira