Lífið

Harry Shearer líklegur til að yfirgefa Simpsons

Samúel Karl Ólason skrifar
Leikarinn Harry Shearer hefur ljáð góðkunnugum karakterum í Simpsons rödd sína.
Leikarinn Harry Shearer hefur ljáð góðkunnugum karakterum í Simpsons rödd sína. Vísir/Getty
Leikarinn Harry Shearer, sem ljáir góðkunnugum karakterum í Simpsons þáttunum rödd sína, hefur gefið í skyn að hann muni hætta starfi sínu. Hann talsetur karaktera eins og Ned Flanders, Mr. Burns, Principal Skinner og Smithers.

Shearer skrifaði tvö tíst þar sem hann hefur eftir lögmanni James L. Brooks, framleiðenda Simpsons, að þátturinn muni halda áfram og að hann verði ekki hluti af þeim. Sjálfur segir Shearer þetta tilkomið vegna þess að hann hafi viljað vinna önnur verk samhliða Simpsons þáttunum.

Á vef Guardian segir að þrátt fyrir að lögmaðurinn segi að þátturinn muni halda áfram sé brotthvarf Shearer mikið högg. Nýlega var samið um 27. og 28. seríu þáttanna, en TMZ segir að ekki hafi verið samið við einn leikara vegna deilna um hagnað þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.