Ferrari fjölskyldan ætlar ekki að selja Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2015 10:35 Piero Ferrari fyrir miðju. Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað. Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent
Þó svo að Ferrari muni skilja við móðurfyrirtæki sitt til langs tíma, Fiat og að 10% í Ferrari verði boðið almenningi ætla afkomendur stofnandans Enzo Ferrari ekki að selja neitt af hlutum sínum í fyrirtækinu. Piero Ferrari, sonur Enzo sagði að hann hefði engin áform um að selja hlut fjölskyldunnar, en hann nemur nú aðeins 10% af heildarhlutafé í fyrirtækinu. Hann segist aldrei hafi selt neinn hlut í fyrirtækinu og að það standi alls ekki til. Piero er annar af sonum Enzo Ferrari, en hinn dó á þrítugsaldri úr MS sjúkdómnum. Enzo Ferrari dó árið 1988 og síðan þá hefur Piero haldið utanum eign fjölskyldunnar í Ferrari og þykir greinilega vænt um þann eignarhlut. Piero er enn aðstoðarforstjóri Ferrari, en eyðir flestum sínum stundum í rekstur flugvélafyrirtækisins Piaggio Aerospace sem framleiðir bæði einkaþotur og flugvélar fyrir hernað.
Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent