Lífið

Adele segist sjá eftir því að hafa reynt að vinna með Damon Albarn

Birgir Olgeirsson skrifar
Damon Albarn og Adele áttu ekki gott samstarf.
Damon Albarn og Adele áttu ekki gott samstarf. Vísir/Getty
Breska söngkonan Adele segist sjá eftir því að hafa reynt samstarf með DamonAlbarn úr hljómsveitinni Blur við lagasmíðar.

Adele segir þetta í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone en þar ræðir hún meðal annars gerð væntanlegu plötunnar 25 og þá tónlistarmenn sem hún vann með.

Einn af þeim var Albarn sem sagði fyrir nokkrum mánuðum að lagið sem hann og Adele unnu að yrði væntanlega ekki á plötunni. Hann sagði samstarfið ekki hafa gengið vel, Adele væri óörugg með sjálfa sig og sagði nýju lögin hennar sem hann hefði fengið að heyra vera miðjumoðskennd.

Sjá einnig: Leikstjórinn útskýrir hvers vegna Adele notar samlokusíma í nýjasta myndbandinu

Adele sagði við Rolling Stone að þetta samstarf þeirra hefði verið klassískt dæmi um að fólk eigi ekki að hitta átrúnaðargoðin sín. „Og það sorglegasta við þetta er að  ég var mikill Blur-aðdáandi í æsku. Ég sé eftir því að hafa hangið með honum. Ekkert af þessu gekk vel. Ekkert af okkar vinnu hentaði á plötuna mína. Hann sagði að ég væri óörugg en ég er einhver sú öruggasta manneskja sem ég veit um.“


Tengdar fréttir

Hlustaðu á David Attenborough taka Hello með Adele

Nýtt lag með Adele kom út á dögunum og sló það öll met. Lagið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 210 milljónir manna horft á myndbandið við lagið á YouTube.

Adele skellir á Silvíu

Breska söngkonan gefur ekki mikið fyrir skrípalæti þeirrar íslensku í nýju myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.