Lífið

Hlustaðu á David Attenborough taka Hello með Adele

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sir David Attenborough gerir þetta vel.
Sir David Attenborough gerir þetta vel. vísir
Nýtt lag með Adele kom út á dögunum og sló það öll met. Lagið hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur og þegar þessi frétt er skrifuð hafa um 210 milljónir manna horft á myndbandið við lagið á YouTube.

Breski sjónvarpsmaðurinn Sir David Attenborough var á dögunum fenginn í útvarpsþátt á BBC til að taka lagið eins og honum einum er lagið. Attenborough er dýralífsþáttaþulur og er hann heimsþekktur.

Attenborough lýsir því hvað sé að gerast í myndbandinu eins og hann gerir svo vel í þáttum sínum. Virkilega vel að verki staðið en hér að neðan má sjá hvernig til tókst. 


Tengdar fréttir

Adele skellir á Silvíu

Breska söngkonan gefur ekki mikið fyrir skrípalæti þeirrar íslensku í nýju myndbandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.