Fiat Chrysler með tap á þriðja ársfjórðungi Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 09:12 Jeep Wrangler Renegade er einn þeirra bíla Jeep selst hafa eins og heitar lummur um allan heim á undanförnum árum. Fiat Chrysler Automobiles hefur tilkynnt um 41 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins. Líkt og með Volkswagen er tap fyrirtækisins til komið vegna þess að fyrirtækið hefur lagt til hliðar fé til að mæta kostnaði við innkallanir bíla. Nam það fé 83 milljarði og því hefði orðið álíka mikill hagnaður af rekstri Fiat Chrysler ef þessir fjármunir hefðu ekki verið lagðir til hliðar. Í fyrra var 26 milljarða króna hagnaður af rekstri Fiat Chrysler á þessum ársfjórðungi. Mjög vel gekk hjá Fiat Chrysler í Bandaríkjunum og salan jókst um 12% á milli ára og seldi fyrirtækið 685.000 bíla þar á þessum 3 mánuðum og hagnaðist á því um 163 milljarða króna. Vænt tap annarsstaðar í heiminum dró niður árangur Fiat Chrysler, sérstaklega í S-Ameríku og Asíu. Heildarsala Fiat Chrysler á þriðja ársfjórðungi var 1,1 milljón bílar og áætluð heildarsala ársins er 4,8 milljón bílar. Sala Jeep bíla var 27% meiri en í fyrra, en sala Jeep hefur verið með hreinum ólíkindum á síðustu misserum. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent
Fiat Chrysler Automobiles hefur tilkynnt um 41 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi ársins. Líkt og með Volkswagen er tap fyrirtækisins til komið vegna þess að fyrirtækið hefur lagt til hliðar fé til að mæta kostnaði við innkallanir bíla. Nam það fé 83 milljarði og því hefði orðið álíka mikill hagnaður af rekstri Fiat Chrysler ef þessir fjármunir hefðu ekki verið lagðir til hliðar. Í fyrra var 26 milljarða króna hagnaður af rekstri Fiat Chrysler á þessum ársfjórðungi. Mjög vel gekk hjá Fiat Chrysler í Bandaríkjunum og salan jókst um 12% á milli ára og seldi fyrirtækið 685.000 bíla þar á þessum 3 mánuðum og hagnaðist á því um 163 milljarða króna. Vænt tap annarsstaðar í heiminum dró niður árangur Fiat Chrysler, sérstaklega í S-Ameríku og Asíu. Heildarsala Fiat Chrysler á þriðja ársfjórðungi var 1,1 milljón bílar og áætluð heildarsala ársins er 4,8 milljón bílar. Sala Jeep bíla var 27% meiri en í fyrra, en sala Jeep hefur verið með hreinum ólíkindum á síðustu misserum.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent