Þrír skiptinemar hlupu í Color Run: "Mun meiri skemmtun heldur en íþróttakeppni“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. mars 2015 18:54 Guðbergur, Jóhanna og Anna tóku þátt í Color Run. Þrír íslenskir nemar í Kaliforníu keyrðu til Las Vegas í lok febrúar til að hlaupa í The Color Run sem fram fór þar í borg. „Við heyrðum af þessu hlaupi sem verður á Íslandi í sumar og áttuðum okkur á því að við myndum ekki vera komin heim þegar hlaupið fer fram,“ segir Guðbergur Ingi Ástvaldsson sem er í skiptinámi við University of California at Santa Barbara þennan veturinn ásamt Jóhönnu Karen Birgisdóttur kærustu sinni. „Við fórum inn á heimasíðu The Color Run og sáum auglýst hlaupið í Las Vegas. Okkur fannst tilvalið að fara og skoða borgina og næturlífið í leiðinni,“ bætir Jóhanna við en hún stundar fjarnám við Háskóla Íslands.Selfie mynd að hlaupi loknuEitt stórt, hamingjusamt partí Alls voru á bilinu 7-8.000 manns sem hlupu í Las Vegas en gert er ráð fyrir samskonar fjölda í hlaupinu sem fram fer hér á landi. „Ég upplifði hlaupið eins og eitt stórt og hamingjusamt partí, þar sem allur aldur getur tekið þátt og notið sín. Það var svo mikil gleði og hamingja í loftinu að maður gat ekki annað en smitast. Ég var brosandi hringinn allan tímann,“ segir Anna Hafþórsdóttir sem einnig er í skiptinámi í tölvunarfræði við sama skóla og hljóp ásamt þeim Guðbergi og Jóhönnu í Las Vegas. „Þetta var minna um að hlaupa en ég hafði haldið. Mjög margir löbbuðu þessa 5 km. Þetta virðist snúast meira um upplifunina heldur en að vera góður í að hlaupa.“ The Color Run er ekki hefðbundið kapphlaup heldur er hlaupið í gegnum litarhlið á 1 km fresti þar sem skvett er á hlaupara litapúðri í öllum regnbogans litum. „Ég vissi ekki að liturinn væri í duft formi, þannig að það kom mér á óvart. Ég bjóst við hálfgerðri málningu og var við öllu búin. Það er eitthvað svo fáranlega skemmtilegt við það að láta fólk kasta yfir sig lit og glimmeri á meðan maður hleypur í gegnum hrúgi af fólki sem gefur manni high five. Mér leið eins og krakka sem fær að hoppa í polla og drullumalla án þess að vera skammaður.“Við upphaf hlaupsinsMunu hlaupa á Íslandi haldi hlaupið áfram „Á tímabili var ég að velta mér upp úr lit á götunni. Þetta var mun meira partý og gleði heldur en íþróttaviðburður. Ég svitnaði álíka mikið í partýinu eftir á og við að hlaupa. Þar var spiluð tónlist á risasviði, meiri litum spreyjað yfir mann og hlauparar að búa til litasprengjur. Það var mikið dansað og hoppað,“ segir Anna. Jóhanna tekur undir með Önnu að það hafi komið á óvart hvað það voru margir sem löbbuðu. „Við vorum búin að tala um að koma okkur í gott form fyrir hlaupið og vorum búin að fara út að skokka hérna heima sem við hefðum ekkert þurft að gera. Það kom líka á óvart hvað það var auðvelt að hlaupa þessa fimm kílómetra. Við vorum ekki beint að spretta þetta og við hægðum á okkur í gegnum hliðin þar sem litnum er kastað á mann. Þetta var svo gaman og maður var alltaf svo spenntur að komast að næsta hliði að maður pældi ekki mikið í hlaupinu.“ The Color Run verður haldið í Los Angeles í júní og eru þremenningarnir staðráðnir að hlaupa aftur í því hlaupi. „Við verðum nýbúin í prófum þegar það er, væri gaman að fagna próflokum í L.A. röndóttur og sveittur. Ef þetta heldur áfram að vera haldið á Íslandi næstu árin mun ég líka pottþétt hlaupa á Íslandi,“ segir Anna að lokum. Tengdar fréttir Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Þrír íslenskir nemar í Kaliforníu keyrðu til Las Vegas í lok febrúar til að hlaupa í The Color Run sem fram fór þar í borg. „Við heyrðum af þessu hlaupi sem verður á Íslandi í sumar og áttuðum okkur á því að við myndum ekki vera komin heim þegar hlaupið fer fram,“ segir Guðbergur Ingi Ástvaldsson sem er í skiptinámi við University of California at Santa Barbara þennan veturinn ásamt Jóhönnu Karen Birgisdóttur kærustu sinni. „Við fórum inn á heimasíðu The Color Run og sáum auglýst hlaupið í Las Vegas. Okkur fannst tilvalið að fara og skoða borgina og næturlífið í leiðinni,“ bætir Jóhanna við en hún stundar fjarnám við Háskóla Íslands.Selfie mynd að hlaupi loknuEitt stórt, hamingjusamt partí Alls voru á bilinu 7-8.000 manns sem hlupu í Las Vegas en gert er ráð fyrir samskonar fjölda í hlaupinu sem fram fer hér á landi. „Ég upplifði hlaupið eins og eitt stórt og hamingjusamt partí, þar sem allur aldur getur tekið þátt og notið sín. Það var svo mikil gleði og hamingja í loftinu að maður gat ekki annað en smitast. Ég var brosandi hringinn allan tímann,“ segir Anna Hafþórsdóttir sem einnig er í skiptinámi í tölvunarfræði við sama skóla og hljóp ásamt þeim Guðbergi og Jóhönnu í Las Vegas. „Þetta var minna um að hlaupa en ég hafði haldið. Mjög margir löbbuðu þessa 5 km. Þetta virðist snúast meira um upplifunina heldur en að vera góður í að hlaupa.“ The Color Run er ekki hefðbundið kapphlaup heldur er hlaupið í gegnum litarhlið á 1 km fresti þar sem skvett er á hlaupara litapúðri í öllum regnbogans litum. „Ég vissi ekki að liturinn væri í duft formi, þannig að það kom mér á óvart. Ég bjóst við hálfgerðri málningu og var við öllu búin. Það er eitthvað svo fáranlega skemmtilegt við það að láta fólk kasta yfir sig lit og glimmeri á meðan maður hleypur í gegnum hrúgi af fólki sem gefur manni high five. Mér leið eins og krakka sem fær að hoppa í polla og drullumalla án þess að vera skammaður.“Við upphaf hlaupsinsMunu hlaupa á Íslandi haldi hlaupið áfram „Á tímabili var ég að velta mér upp úr lit á götunni. Þetta var mun meira partý og gleði heldur en íþróttaviðburður. Ég svitnaði álíka mikið í partýinu eftir á og við að hlaupa. Þar var spiluð tónlist á risasviði, meiri litum spreyjað yfir mann og hlauparar að búa til litasprengjur. Það var mikið dansað og hoppað,“ segir Anna. Jóhanna tekur undir með Önnu að það hafi komið á óvart hvað það voru margir sem löbbuðu. „Við vorum búin að tala um að koma okkur í gott form fyrir hlaupið og vorum búin að fara út að skokka hérna heima sem við hefðum ekkert þurft að gera. Það kom líka á óvart hvað það var auðvelt að hlaupa þessa fimm kílómetra. Við vorum ekki beint að spretta þetta og við hægðum á okkur í gegnum hliðin þar sem litnum er kastað á mann. Þetta var svo gaman og maður var alltaf svo spenntur að komast að næsta hliði að maður pældi ekki mikið í hlaupinu.“ The Color Run verður haldið í Los Angeles í júní og eru þremenningarnir staðráðnir að hlaupa aftur í því hlaupi. „Við verðum nýbúin í prófum þegar það er, væri gaman að fagna próflokum í L.A. röndóttur og sveittur. Ef þetta heldur áfram að vera haldið á Íslandi næstu árin mun ég líka pottþétt hlaupa á Íslandi,“ segir Anna að lokum.
Tengdar fréttir Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13 The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50 Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Uppselt í forsölu á litahlaupinu Forsala byrjaði fyrir helgi á The Color Run sem verður þann 6. júní 2015 og er greinilega mikill áhugi hjá íslendingum fyrir þessum litríka viðburði. 4. desember 2014 17:13
The Color Run í fyrsta sinn á Íslandi Sex tonn af litapúðri eru á leið til landsins. 16. janúar 2015 15:50