Lífið

Vigdís Hauks fékk Geir Ólafs í afmælisgjöf

Bjarki Ármannsson skrifar
Vigdís hlýðir á ræðu í veislunni í morgun.
Vigdís hlýðir á ræðu í veislunni í morgun. Mynd/Úr einkasafni
„Dagurinn er náttúrulega bara yndislegur í alla staði,“ segir Vigdís Hauksdóttir alþingismaður sem er fimmtug í dag. Vigdís hélt upp á daginn með veislu í Turninum í Kópavogi í morgun, á sama tíma og sólmyrkvinn umtalaði átti sér stað.

„Náttúruöflin sáu til þess að það var alveg heiðskýrt og veislugestir nutu sólmyrkvans til hins ítrasta.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fylgdist með sólmyrkvanum.Mynd/Úr einkasafni
Vigdís hafði hvatt til þess að gestir tækju með sér sólmyrkvagleraugu, svo hægt væri að fylgjast með viðburðinum úti á svölum.

Líkt og greint hefur verið frá eru slík gleraugu með öllu uppseld á Íslandi en Vigdís segir veislugesti hafa bjargað sér með ýmsum leiðum.

„Ég var nú sjálf búin að kaupa einhvern lager,“ segir hún. „Svo var fólk þarna með heimatilbúin gleraugu. Það var þarna einn með skipt gler, þannig að sólin varð græn. Svo varð náttúrulega gleraugnaþurrð þannig veislugestir brugðu á það ráð að rífa bara í tvennt og horfa með öðru auganu og hafa hitt lokað.“

Margmenni var í veislunni í morgun, þar af þónokkrir þingmenn og borgarstjórnarfulltrúar. Einnig mætti Geir Ólafsson söngvari, en vinir Vigdísar komu henni á óvart með því að láta hann taka lagið fyrir afmælisbarnið.

„Það var lagið My Way,“ segir Vigdís. „Því fólk í kringum mig segir að ég fari alltaf mínar eigin leiðir. Þannig þetta var góð afmælisgjöf.“

Aðspurð segir þingmaðurinn að sextugsaldurinn leggist vel í hana. Á morgun stendur svo til að fara út að borða og í leikhús með systrum hennar, en hún mun eyða deginum í dag með stórfjölskyldunni.

„Þetta er bara þriggja daga veisla,“ segir hún.

Afmælisbarnið með börnum sínum, Hlyni og Sólveigu.Mynd/Úr einkasafni
Frænkur á góðri stund: Gunnhildur, María, Þóra, Auðbjörg, Vigdís, Sigurbjörg, Agnes, Sirra og Hróðný.Mynd/Úr einkasafni.

Tengdar fréttir

Fátítt fyrirbæri á fimmtugsafmælinu

Vigdís Hauksdóttir verður fimmtug á föstudaginn sama dag er sólmyrkvi. Hún efnir til morgunveislu svo gestirnir geti notið náttúrufyrirbærisins með henni.

Heilluðust af sólmyrkvanum

Ljósmyndarar Vísis fönguðu augnablikið þar sem fólk kom saman til að fylgjast með sólmyrkvanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×