Viðskipti innlent

Kjarnafæði vill kaupa Norðlenska

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forsvarsmenn Kjarnafæðis telja þörf á sameiningu á markaðnum.
Forsvarsmenn Kjarnafæðis telja þörf á sameiningu á markaðnum. Vísir/kk
Kjötvinnslufyrirtækið Kjarnafæði hefur sent erindi til Búsældar, eiganda Norðlenska, um kaup á öllum hlut í fyrirtækinu. Gunnlaugur Eiðsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis, staðfestir þetta í bréfi til Vikudags og hefur Vísir einnig fengið það staðfest.

Í bréfinu til Vikudags segir Gunnlaugur að staðan innan greinarinnar sé erfið. „Þetta er einn af þeim liðum sem við teljum að þurfi að skoða af alvöru því innangreinar hagræði er það sem fyrst ber að sækja í til eflingar og frekari sóknar,“ segir hann. Óvíst sé hvort af þessum kaupum verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×