Lífið

Notendur TripAdvisor: Vinsælustu veitingastaðirnir í Reykjavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá vinstri til hægri: Matur og Drykkur, Fiskmarkaðurinn, Friðrik V og Resto.
Frá vinstri til hægri: Matur og Drykkur, Fiskmarkaðurinn, Friðrik V og Resto.
Á vefsíðunni TripAdvisor er farið í gegnum vinsælustu veitingastaðina í Reykjavík. TripAdvisor er afar vinsæl heimasíða þar sem ferðamenn geta gefið einkunn fyrir þjónustu og vöru sem þeir nýta á ferðalögum sínum.

Færst hefur í aukana að ferðamenn nýti sér síðuna og þykir það því mikilvægt að vera með góða einkunn á síðunni.

Eins og staðan er er staðurinn Matur og Drykkur í efsta sæti, en þess má geta að hann hefur aðeins fengið 32 umsagnir.

Í öðru sæti er Fiskmarkaðurinn sem hefur fengið 1344 umsagnir sem í töluvert meira. Í þriðja sæti er síðan Friðrik V sem hefur fengið 373 umsagnir þegar þessi frétt er skrifuð. 

Hér að neðan má sjá topp 15 lista á síðunni. 

1. Matur og Drykkur

2. Fiskmarkaðurinn

3. Friðrik V

4. Resto

5. Rakang

6. Grillmarkaðurinn

7. Sjávargrillið

8. Forréttabarinn

9. Kjallarinn

10. Fiskfélagið

11. KOL

12. Old Iceland Restaurant

13. Svarta Kaffi

14. Gló

15. Apótek






Fleiri fréttir

Sjá meira


×