Lífið

Almar í allri sinni dýrð á ljósmyndasýningu í Crymogeu

Birgir Olgeirsson skrifar
Ein af þeim myndum sem Almar tók af sér í kassanum.
Ein af þeim myndum sem Almar tók af sér í kassanum. Vísir/Almar Atlason
Ljósmyndir sem myndlistarneminn Almar Atlason tók af sér í glerkassanum í Listaháskóla Íslands verða til sýnis í sal Crymogeu við Barónsstíg í Reykjavík frá klukka 11 til 17 á morgun. 

Önnur af þeim myndum sem Almar tók í kassanum.Vísir/Almar Atlason
Þetta er eini dagurinn sem myndirnar verða sýndar en Almar sjálfur verður viðstaddur sýninguna, sem nefnist ALMAR. Listaverk, frá klukkan 14.

Almar fór allslaus inn í kassann og reiddi sig á gjafmildi samfélagsins sem færði honum mat og annan varning svo hann gæti þraukað nakinn í kassanum í heila viku.

Meðal þess sem Almar fékk afhent inn um lúguna á kassanum var einnota Fuji-myndavél sem Almar notaði á meðan dvölinni stoð. Hefur hann framkallað filmuna og valdi 5 myndir sem stækkaðar eru í stærðinni 45 x 45 og voru gerð fimm eintök af hverri mynd. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×