Lífið

Kristín nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins

Atli Ísleifsson skrifar
Kristín hefur tekið þátt í starfi Rauða krossins sem sjálfboðaliði í Konukoti og formaður Reykjavíkurdeildar.
Kristín hefur tekið þátt í starfi Rauða krossins sem sjálfboðaliði í Konukoti og formaður Reykjavíkurdeildar. Mynd/Rauði krossins
Kristín S. Hjálmtýsdóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Rauða krossins. Stjórn Rauða krossins á Íslandi samþykkti þetta einróma á fundi sínum í gær.

Krisín tekur við starfinu af Hermanni Ottóssyni.

Kristín hefur starfað sem framkvæmdastjóri millilandaviðskiptaráða sem hafa aðsetur hjá Viðskiptaráði Íslands í Húsi atvinnulífsins frá árinu 1995.

Í tilkynningu frá Rauða krossinum segir að Kristín sé með meistaragráðu í þjóðhagfræði frá Albert-Ludwig háskólanum í Freiburg, sé gift og eigi fjögur börn.

„Kristín hefur tekið þátt í starfi Rauða krossins sem sjálfboðaliði í Konukoti og formaður Reykjavíkurdeildar. Kristín hefur verið mjög virk í félagsstarfi og ýmsu starfi tengdu íslensku atvinnulífi og sat m.a. í 6 ár í háskólaráði Háskólans í Reykjavík.

Kristín mun hefja störf á nýju ári. „Ég er afar spennt að taka að mér starf framkvæmdastjóra Rauða krossins á Íslandi og þakka stjórn það traust sem mér er sýnt. Það er spennandi að halda áfram því mikla uppbyggingastarfi sem hefur átt sér stað innan Rauða krossins um allt land síðustu ár, en sjálfboðaliðar og starfsfólk hreyfingarinnar vinna óeigingjarnt starf á afar fjölbreyttum vettvangi,“ segir Kristín.“

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×