Hittu Colin Firth á Golden Globe Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 16. janúar 2015 08:30 Magni og Hugrún eru afar þakklát fyrir góð viðbrögð erlendra stjarna við hönnun þeirra. Vísir/GVA Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir, eigendur tískuverslunarinnar KronKron, hittu stjörnurnar Ginu Rodriguez, sem fékk Golden Globe fyrir hlutverk sitt í þáttunum Jane the Virgin, og breska leikarann Colin Firth, á Golden Globe-hátíðinni á dögunum. Firth sagðist kannast við merkið og hafa heyrt um það áður. Rodriguez fékk Golden Globe fyrir aðahlutverk í þáttunum Jane the Virgin og pantaði hún að sögn Magna fullt af flíkum frá Kron by Kronkron.Hugrún og Magni með Gina Rodriguez Golden Globe verðlaunahafaVísir„Þetta er enn eitt ævintýrið sem við erum lent í sem er að leiða okkur á spennandi slóðir. Þetta var frábær ferð og alveg ómetanleg fyrir kynningu Kron by Kronkron í Bandaríkjunum, alveg ótrúleg viðbrögð og tækifæri sem við erum þarna að detta um,“ segir Magni. „Þetta eru dásamleg viðbrögð og svo frábært hvað þessar „stjörnur“ hrífast af okkar hönnun og eru allar af vilja gerðar til að leggja sitt af mörkum til að kynna okkur í Bandaríkjunum. Það er ansi sterkt tengslanet að myndast þar fyrir okkur,“ bætir Hugrún við. Þau komu fram í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni NBC fjórum sinnum. „Þetta er svakalega dýrmæt auglýsing fyrir okkur og við erum svakalega þakklát fyrir þetta. Þetta virðist vera að vinda upp á sig og því er úr ansi miklu að vinna í kjölfarið,“ segir hún. Ekki er víst hvort samskonar kynning verður á Óskarsverðlaunahátíðinni sem verður haldin í næsta mánuði, en fyrirkomulagið þar er annað en tíðkast til dæmis á Golden Globe. Golden Globes Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
Magni Þorsteinsson og Hugrún Árnadóttir, eigendur tískuverslunarinnar KronKron, hittu stjörnurnar Ginu Rodriguez, sem fékk Golden Globe fyrir hlutverk sitt í þáttunum Jane the Virgin, og breska leikarann Colin Firth, á Golden Globe-hátíðinni á dögunum. Firth sagðist kannast við merkið og hafa heyrt um það áður. Rodriguez fékk Golden Globe fyrir aðahlutverk í þáttunum Jane the Virgin og pantaði hún að sögn Magna fullt af flíkum frá Kron by Kronkron.Hugrún og Magni með Gina Rodriguez Golden Globe verðlaunahafaVísir„Þetta er enn eitt ævintýrið sem við erum lent í sem er að leiða okkur á spennandi slóðir. Þetta var frábær ferð og alveg ómetanleg fyrir kynningu Kron by Kronkron í Bandaríkjunum, alveg ótrúleg viðbrögð og tækifæri sem við erum þarna að detta um,“ segir Magni. „Þetta eru dásamleg viðbrögð og svo frábært hvað þessar „stjörnur“ hrífast af okkar hönnun og eru allar af vilja gerðar til að leggja sitt af mörkum til að kynna okkur í Bandaríkjunum. Það er ansi sterkt tengslanet að myndast þar fyrir okkur,“ bætir Hugrún við. Þau komu fram í beinni útsendingu hjá sjónvarpsstöðinni NBC fjórum sinnum. „Þetta er svakalega dýrmæt auglýsing fyrir okkur og við erum svakalega þakklát fyrir þetta. Þetta virðist vera að vinda upp á sig og því er úr ansi miklu að vinna í kjölfarið,“ segir hún. Ekki er víst hvort samskonar kynning verður á Óskarsverðlaunahátíðinni sem verður haldin í næsta mánuði, en fyrirkomulagið þar er annað en tíðkast til dæmis á Golden Globe.
Golden Globes Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira