Húmorsleysi er hættulegt Þórlindur Kjartansson skrifar 4. desember 2015 14:00 Það er svo sem ekki margt sem nánast allir í heiminum geta verið sammála um. En þó er hægt, með góðum vilja, að finna hitt og þetta sem nánast má segja að fullkomin sátt ríki um. Það finnst til dæmis mjög fáum beinlínis vont að borða pitsur, næstum allir geta fundið eitthvert Bítlalag sem þeir hafa gaman af, næstum engum myndi detta í hug að kalla Albert Einstein fávita og það eru örugglega ekki heldur margir sem myndu beinlínis halda því fram að Adolf Hitler hafi verið skemmtilegur maður. Fyrir utan það að vera einstakt illmenni, þá var hann náttúrlega líka alveg sérlega leiðinlegur, ófyndinn og tilgerðarlegur. Ekki svo að skilja að hann hefði með einhverjum hætti getað bætt illsku sína upp með skemmtilegheitum. Raunveruleg illmenni sögunnar eiga þetta líklega öll sameiginlegt—að vera í ofanálag hundleiðinleg.Leiðinleg illmenni Kommúnistarnir í Austur-Evrópu voru mjög leiðinlegir og lögðu mikið á sig til þess að breiða út boðskap sinn um almenn leiðindi, tepruskap og alvarleika lífsins. Fasistarnir í Sýrlandi, sem þykjast vera að setja á fót íslamskt ríki, eru algjörlega gleðisnauðir og heilaþvegnir; ofurviðkvæmir fyrir sjálfum sér og fullkomlega gjörsneyddir húmor. Húmor og lífsgleði eru nefnilega algjörlega ósamrýmanleg illskunni. Húmor krefst þess að skilja fólk, finna til með því og koma auga á hið óvænta, hið glaðlega og hið skemmtilega í sínu eigin fari og annarra. Til þess að hafa húmor þarf að hafa vilja til þess að skilja annað fólk og setja sig í aðstæður þess og hugsunarhátt. Og sá sem hefur raunverulegan áhuga á því að skilja fólk, einstaklingana sjálfa—en ekki flokka þá sér til þæginda í hópa eftir uppruna, trúarbrögðum, hárlit eða líkamsburðum—getur ekki annað en samtímis fundið til bæði samúðar og væntumþykju.Alvarleikinn og hátíðleikinn Auðvitað er lífið og veraldarsagan ekki samfelld hamingjuganga á mjallhvítum og nýföllnum desembersnjó, eða afslöppuð lautarferð í grónum lundi á sumarsælum degi. Sumt þarf að taka alvarlega. Winston Churchill tók hlutverki sínu sem leiðtoga Bretlands vitaskuld ákaflega alvarlega í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var hins vegar ákaflega skemmtilegur maður, og það er líklegt að jafnvel á dimmustu dögum stríðsins hafi Churchill hlegið oftar fyrir hádegi en Hitler gerði allan stríðstímann, og fór Winston þó seint á fætur. Það eru á hverjum degi alls konar mál sem taka þarf alvarlega, ýmislegt óréttlæti, bæði nær og fjær, sem eiga skilið athygli okkar og samúð. Dæmi um slík mál eru málefni flóttamanna, kynjajafnrétti, óhófleg misskipting í heiminum, umhverfismál og svo framvegis og svo framvegis. Öll þessi mál, og fjölmörg önnur, eiga skilið alvarlega umfjöllun og sem betur fer er til fjöldi fólks sem er tilbúinn til þess að verja skoðanir sínar og reyna að afla þeim fylgis. En það er ágætt að hafa í huga að sitt er hvað að taka hluti alvarlega eða hátíðlega.Ekki tapa gleðinni Það veit ekki á gott þegar trúarhitinn í manni yfir einhverju er orðinn svo mikill að maður týni bæði gleðinni og húmornum. Nú til dags líður varla sú vika sem ekki verður til eitthvert heljarinnar hneyksli út af tilraunum einhverra til þess að vera fyndnir. Í þessari viku er það dekkjaverkstæði sem birti tiltölulega sakleysislega mynd af kvenmannslíkama úr gúmmídekkjum sem náði að æsa upp alls konar vandlætingarviðbrögð og verða að tilgangslausu hneyksli. Í alvöru? Getur ekki verið að þetta ágæta dekkjaverkstæði hafi öðrum þræði verið að gera grín að sjálfu sér og alræmdum og alþjóðlegum brjóstamyndakúltúr dekkjaverkstæða—frekar en að þetta hafi verið úthugsuð tilraun til þess að „hlutgera“ kvenmannslíkamann í gróðabralli. Væri ekki bara betra að leyfa þeim að njóta vafans og fletta yfir á næstu opnu?Húmor gegn heimsku Húmorsleysi er hættulegt, og fátt er illsku og heimsku hættulegra en einmitt húmorinn. Einræðisherrar heimssögunnar hafa allir látið það fara sérstaklega í taugarnar á sér ef hvíslaðar eru um þá gamansögur. Það er þess vegna til marks um lifandi lýðræði að leiðtogar og valdafólk þurfi að sæta því að vera dregið sundur og saman í háði öðru hverju. Það færir okkur nær hvert öðru og kemur í veg fyrir forheimskandi persónudýrkun. Og það er gjarnan húmorinn sem er beittasta vopnið gegn heimskunni. Það er til að mynda ógleymanlegt þegar einhver rasistafábjáni meðal áhorfenda á leik hjá Barcelona ætlaði að niðurlægja Danny Alvez, þeldökkan leikmann Katalóníumanna, með því að henda í áttina að honum banana þar sem hann tók hornspyrnu. Þetta sprakk svei mér í andlitið á rasistanum þegar Danny Alvez beygði sig niður, flysjaði af banananum, tók sér vænan bita og tók spyrnuna eins og ekkert hefði í skorist undir dúndrandi fagnaðarlátum áhorfenda.b Það er margt fyndið í kringum okkur. Finnst til dæmis engum það fyndið nema mér að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra leggi nú ofurkapp á það að fá að friða byggingar og mannvirki sem falla að smekkvísi hans og fágun. Er það ekki sami Sigmundur Davíð og mætti á fund með forseta Bandaríkjanna íklæddur einum lakkskó og einum körfuboltaskó? Það er ekki búið að gera nálægt því nógu mikið grín að okkar ágæta forsætisráðherra út af þessu. Hann ætti að hafa bæði gaman af því og gott af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Það er svo sem ekki margt sem nánast allir í heiminum geta verið sammála um. En þó er hægt, með góðum vilja, að finna hitt og þetta sem nánast má segja að fullkomin sátt ríki um. Það finnst til dæmis mjög fáum beinlínis vont að borða pitsur, næstum allir geta fundið eitthvert Bítlalag sem þeir hafa gaman af, næstum engum myndi detta í hug að kalla Albert Einstein fávita og það eru örugglega ekki heldur margir sem myndu beinlínis halda því fram að Adolf Hitler hafi verið skemmtilegur maður. Fyrir utan það að vera einstakt illmenni, þá var hann náttúrlega líka alveg sérlega leiðinlegur, ófyndinn og tilgerðarlegur. Ekki svo að skilja að hann hefði með einhverjum hætti getað bætt illsku sína upp með skemmtilegheitum. Raunveruleg illmenni sögunnar eiga þetta líklega öll sameiginlegt—að vera í ofanálag hundleiðinleg.Leiðinleg illmenni Kommúnistarnir í Austur-Evrópu voru mjög leiðinlegir og lögðu mikið á sig til þess að breiða út boðskap sinn um almenn leiðindi, tepruskap og alvarleika lífsins. Fasistarnir í Sýrlandi, sem þykjast vera að setja á fót íslamskt ríki, eru algjörlega gleðisnauðir og heilaþvegnir; ofurviðkvæmir fyrir sjálfum sér og fullkomlega gjörsneyddir húmor. Húmor og lífsgleði eru nefnilega algjörlega ósamrýmanleg illskunni. Húmor krefst þess að skilja fólk, finna til með því og koma auga á hið óvænta, hið glaðlega og hið skemmtilega í sínu eigin fari og annarra. Til þess að hafa húmor þarf að hafa vilja til þess að skilja annað fólk og setja sig í aðstæður þess og hugsunarhátt. Og sá sem hefur raunverulegan áhuga á því að skilja fólk, einstaklingana sjálfa—en ekki flokka þá sér til þæginda í hópa eftir uppruna, trúarbrögðum, hárlit eða líkamsburðum—getur ekki annað en samtímis fundið til bæði samúðar og væntumþykju.Alvarleikinn og hátíðleikinn Auðvitað er lífið og veraldarsagan ekki samfelld hamingjuganga á mjallhvítum og nýföllnum desembersnjó, eða afslöppuð lautarferð í grónum lundi á sumarsælum degi. Sumt þarf að taka alvarlega. Winston Churchill tók hlutverki sínu sem leiðtoga Bretlands vitaskuld ákaflega alvarlega í síðari heimsstyrjöldinni. Hann var hins vegar ákaflega skemmtilegur maður, og það er líklegt að jafnvel á dimmustu dögum stríðsins hafi Churchill hlegið oftar fyrir hádegi en Hitler gerði allan stríðstímann, og fór Winston þó seint á fætur. Það eru á hverjum degi alls konar mál sem taka þarf alvarlega, ýmislegt óréttlæti, bæði nær og fjær, sem eiga skilið athygli okkar og samúð. Dæmi um slík mál eru málefni flóttamanna, kynjajafnrétti, óhófleg misskipting í heiminum, umhverfismál og svo framvegis og svo framvegis. Öll þessi mál, og fjölmörg önnur, eiga skilið alvarlega umfjöllun og sem betur fer er til fjöldi fólks sem er tilbúinn til þess að verja skoðanir sínar og reyna að afla þeim fylgis. En það er ágætt að hafa í huga að sitt er hvað að taka hluti alvarlega eða hátíðlega.Ekki tapa gleðinni Það veit ekki á gott þegar trúarhitinn í manni yfir einhverju er orðinn svo mikill að maður týni bæði gleðinni og húmornum. Nú til dags líður varla sú vika sem ekki verður til eitthvert heljarinnar hneyksli út af tilraunum einhverra til þess að vera fyndnir. Í þessari viku er það dekkjaverkstæði sem birti tiltölulega sakleysislega mynd af kvenmannslíkama úr gúmmídekkjum sem náði að æsa upp alls konar vandlætingarviðbrögð og verða að tilgangslausu hneyksli. Í alvöru? Getur ekki verið að þetta ágæta dekkjaverkstæði hafi öðrum þræði verið að gera grín að sjálfu sér og alræmdum og alþjóðlegum brjóstamyndakúltúr dekkjaverkstæða—frekar en að þetta hafi verið úthugsuð tilraun til þess að „hlutgera“ kvenmannslíkamann í gróðabralli. Væri ekki bara betra að leyfa þeim að njóta vafans og fletta yfir á næstu opnu?Húmor gegn heimsku Húmorsleysi er hættulegt, og fátt er illsku og heimsku hættulegra en einmitt húmorinn. Einræðisherrar heimssögunnar hafa allir látið það fara sérstaklega í taugarnar á sér ef hvíslaðar eru um þá gamansögur. Það er þess vegna til marks um lifandi lýðræði að leiðtogar og valdafólk þurfi að sæta því að vera dregið sundur og saman í háði öðru hverju. Það færir okkur nær hvert öðru og kemur í veg fyrir forheimskandi persónudýrkun. Og það er gjarnan húmorinn sem er beittasta vopnið gegn heimskunni. Það er til að mynda ógleymanlegt þegar einhver rasistafábjáni meðal áhorfenda á leik hjá Barcelona ætlaði að niðurlægja Danny Alvez, þeldökkan leikmann Katalóníumanna, með því að henda í áttina að honum banana þar sem hann tók hornspyrnu. Þetta sprakk svei mér í andlitið á rasistanum þegar Danny Alvez beygði sig niður, flysjaði af banananum, tók sér vænan bita og tók spyrnuna eins og ekkert hefði í skorist undir dúndrandi fagnaðarlátum áhorfenda.b Það er margt fyndið í kringum okkur. Finnst til dæmis engum það fyndið nema mér að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra leggi nú ofurkapp á það að fá að friða byggingar og mannvirki sem falla að smekkvísi hans og fágun. Er það ekki sami Sigmundur Davíð og mætti á fund með forseta Bandaríkjanna íklæddur einum lakkskó og einum körfuboltaskó? Það er ekki búið að gera nálægt því nógu mikið grín að okkar ágæta forsætisráðherra út af þessu. Hann ætti að hafa bæði gaman af því og gott af því.