Útsending mun hefjast á Stöð 2 Sport klukkan 18.50 þriðjudaginn 23. júni og standa sleitulaust til fimmtudagsins 25. júní þegar fyrstu tíu manna liðin koma í mark.

Útsendingin verður í um fjörutíu klukkustundir og er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi.
Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir ætla ferðast með Stöð 2 og fjalla um mótið.
Um er að ræða lengstu og flóknustu beinu útsendingu sem farin hefur verið í frá upphafi, þar sem öll nýjasta tækni verður notuð til þess að koma útsendingunni í skjái landsmanna.